Spútnik opnar nýja búð 18. ágúst 2004 00:01 Í bongóblíðunni fimmtudaginn 12. ágúst var verslunin Spútnik opnuð í nýju og víðu rými við Klapparstíginn. Hér bætist enn við þá skemmtilegu flóru af verslun og menningu sem hefur verið að myndast við þessa götu undanfarið ár. Gluggarnir eru stórir og bjartir og útstillingarnar setja frábæran svip á götumyndina. Sem fyrr er blómlegt úrval af gömlum notuðum fötum í Spútnik en sérhannaðar Spútnikflíkur eru líka að sækja í sig veðrið. Í vetur mun bera mikið á lopapeysum og gömlum kúrekastígvélum í Spútnik í bland við glimmerskreytta toppa, púffpils og dúnúlpur. Flott partí var haldið í tilefni opnunarinnar, Jón Atli hárgreiðslumeistari á Gel þeytti skífum og rauðleitur sumarkokkteill var reiddur ofan í rjóða og brosandi gestina. Verslunarstjóri nýju búðarinnar er Jóel Briem. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Í bongóblíðunni fimmtudaginn 12. ágúst var verslunin Spútnik opnuð í nýju og víðu rými við Klapparstíginn. Hér bætist enn við þá skemmtilegu flóru af verslun og menningu sem hefur verið að myndast við þessa götu undanfarið ár. Gluggarnir eru stórir og bjartir og útstillingarnar setja frábæran svip á götumyndina. Sem fyrr er blómlegt úrval af gömlum notuðum fötum í Spútnik en sérhannaðar Spútnikflíkur eru líka að sækja í sig veðrið. Í vetur mun bera mikið á lopapeysum og gömlum kúrekastígvélum í Spútnik í bland við glimmerskreytta toppa, púffpils og dúnúlpur. Flott partí var haldið í tilefni opnunarinnar, Jón Atli hárgreiðslumeistari á Gel þeytti skífum og rauðleitur sumarkokkteill var reiddur ofan í rjóða og brosandi gestina. Verslunarstjóri nýju búðarinnar er Jóel Briem.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira