Hvernig verð ég símsmiður? 20. ágúst 2004 00:01 Símsmíði er kennd í Iðnskólanum í Reykjavík og er námið 82 einingar og skiptist á fjórar annir. Námið hefst með námi í grunndeild rafiðna í tvær annir og eru allmargir skólar víða um land sem bjóða það nám. Inntökuskilyrði í grunndeild rafiðna er grunnskólapróf. Að grunndeild lokinni þarf að gera tveggja ára námssamning við símsmíðameistara. Flestir þeir sem leggja út í símsmíðanám eru búnir að tryggja sér samning áður en þeir hefja námið. Nemendur á námssamningi ljúka verklegum hluta námsins á vinnustað en bóklegum hluta á tveimur önnum í Iðnskólanum í Reykjavík sem er eini skólinn sem kennir bóklega námið. Að loknu námi er tekið sveinspróf og fær sá sem stenst það rétt til þess að kalla sig símsmið. Nám í símsmíði hefst í grunndeild rafiðna sem er sameiginleg öllum rafiðngreinum og þar eru kenndar almennar greinar, svo sem íslenska, danska, enska og stærðfræði, faggreinar eins og efnisfræði, grunnteikning og rafmagnsfræði og verklegar faggreinar eins og málmsmíðar og mælingar. Grunndeild þarf að ljúka með lágmarkseinkunn til að hægt sé að hefja nám í símsmíði. Hið eiginlega nám í símsmíði tekur þá við, þ.e. fagnám og starfsþjálfun. Helstu námsgreinar eru fínsmíði, línufræði og símafræði. Námið tekur þrjú til fjögur ár og fer lengd námstímans eftir því hvernig námskeið og fagnám raðast saman. Námið er lánshæft meðan nemandi er ekki á launum. Möguleikar á framhaldsnámi eru til dæmis nám í meistaraskóla eða tækniskóla og einnig er hægt að bæta ofan á nám á tæknibraut til stúdentsprófs. Starf símsmiða er fjölbreytilegt. Símsmiðir leggja símastrengi frá inntakskassa og símalínur innanhúss fyrir símtæki og annan notendabúnað, svo sem mótöld, telextæki, faxtæki og tölvur. Þeir annast bilanagreiningu og viðgerðir á símastrengjum og línum. Þeir skipuleggja uppsetningu tengigrinda og prófa símalínur. Flestir símsmiðir starfa hjá símafyrirtækjum og eru flestir búnir að tryggja sér atvinnu áður en þeir leggja út í námið með því að gera samning með meistarann. Atvinna Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Símsmíði er kennd í Iðnskólanum í Reykjavík og er námið 82 einingar og skiptist á fjórar annir. Námið hefst með námi í grunndeild rafiðna í tvær annir og eru allmargir skólar víða um land sem bjóða það nám. Inntökuskilyrði í grunndeild rafiðna er grunnskólapróf. Að grunndeild lokinni þarf að gera tveggja ára námssamning við símsmíðameistara. Flestir þeir sem leggja út í símsmíðanám eru búnir að tryggja sér samning áður en þeir hefja námið. Nemendur á námssamningi ljúka verklegum hluta námsins á vinnustað en bóklegum hluta á tveimur önnum í Iðnskólanum í Reykjavík sem er eini skólinn sem kennir bóklega námið. Að loknu námi er tekið sveinspróf og fær sá sem stenst það rétt til þess að kalla sig símsmið. Nám í símsmíði hefst í grunndeild rafiðna sem er sameiginleg öllum rafiðngreinum og þar eru kenndar almennar greinar, svo sem íslenska, danska, enska og stærðfræði, faggreinar eins og efnisfræði, grunnteikning og rafmagnsfræði og verklegar faggreinar eins og málmsmíðar og mælingar. Grunndeild þarf að ljúka með lágmarkseinkunn til að hægt sé að hefja nám í símsmíði. Hið eiginlega nám í símsmíði tekur þá við, þ.e. fagnám og starfsþjálfun. Helstu námsgreinar eru fínsmíði, línufræði og símafræði. Námið tekur þrjú til fjögur ár og fer lengd námstímans eftir því hvernig námskeið og fagnám raðast saman. Námið er lánshæft meðan nemandi er ekki á launum. Möguleikar á framhaldsnámi eru til dæmis nám í meistaraskóla eða tækniskóla og einnig er hægt að bæta ofan á nám á tæknibraut til stúdentsprófs. Starf símsmiða er fjölbreytilegt. Símsmiðir leggja símastrengi frá inntakskassa og símalínur innanhúss fyrir símtæki og annan notendabúnað, svo sem mótöld, telextæki, faxtæki og tölvur. Þeir annast bilanagreiningu og viðgerðir á símastrengjum og línum. Þeir skipuleggja uppsetningu tengigrinda og prófa símalínur. Flestir símsmiðir starfa hjá símafyrirtækjum og eru flestir búnir að tryggja sér atvinnu áður en þeir leggja út í námið með því að gera samning með meistarann.
Atvinna Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira