Áratuga skref afturábak 22. ágúst 2004 00:01 Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ákvörðun þingflokksins um að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn sé margra áratuga skref aftur á bak og brjóti í bága við stefnu Framsóknarflokksins. Það sé liðin tíð að fámenn karlaklíka geti stjórnað heilum stjórnmálaflokki. Sigrún hóf afskipti af stjórnmálum fyrir rúmum aldarfjórðungi. Hún var oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn í 16 ár og sat í rúma tvo áratugi í miðstjórn flokksins. Hún segir að fyrir aldarfjórðungi hafi hún sett jafnréttismál á oddinn. Hún segir að sér finnist miður, þó hún sitji nú á friðarstóli, að jafnréttisbaráttan hafi dottið niður á sama punkt og fyrir 25 árum. Hún segir að Framsóknarkonur vilji ekki hverfa aftur til fortíðar heldur vilji þær horfa fram á veginn. Það væri ástæðan fyrir því að hún tók þátt í því að mótmæla vinnubrögðum forystu þingflokksins. Sigrún segir að forysta Framsóknarflokksins verði að hafa lög og jafnréttisstefnu flokksins í heiðri, en þar segir að að minnsta kosti 40 prósent af hvoru kyni skuli skipa trúnaðarstöður á vegum flokksins. Sigrún verður frummælandi á stórfundi Framsóknarkvenna á miðvikudagskvöld og hún segir reiðina mikla á meðal Framsóknarkvenna. Hún segist ekki trúa því að sú ólga sem nú hafi komið upp á yfirborðið muni hjaðna fljótt. Sigrún segir þessi skref sýna að flokkurinn sé ekki að horfa til framtíðar, og ljóst að konur verði að taka upp fánann og halda áfram baráttunni. Samherjar Sivjar hafa verið ósparir að benda á að Siv komi úr stærsta kjördæminu og eigi því rétt á ráðherrastóli. Þegar litið er til fjölda atkvæða á bak við hvern Framsóknarþingmann má sjá að fjórir ráðherrar eru efstir á blaði. Valgerður Sverrisdóttir hefur flest ákvæði á bak við sig og Siv Friðleifsdóttir kemur næst á eftir henni. Jón Kristjánsson er sjöundi, en benda má á að hann leiddi áður Austurlandskjördæmi sem slegið var saman við Norðurland eystra. Sjötti ráðherrann er svo Árni Magnússon, jöfnunarþingmaður Framsóknar og reyndar 63. eða síðasti maður inn á þing. Sé litið á hlutfall atkvæða sem hver Framsóknarmaður hefur á bak við sig í kjördæmi sínu kemur í ljós að þar er Siv í fimmta sæti og oddviti Vestlendinga, Magnús Stefánsson er hlutfallslega með meira fylgi, án þess að stuðningsmenn hans hafi rekið upp hátt ramakvein yfir því að hann skuli ekki fá sæti í ríkisstjórninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ákvörðun þingflokksins um að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn sé margra áratuga skref aftur á bak og brjóti í bága við stefnu Framsóknarflokksins. Það sé liðin tíð að fámenn karlaklíka geti stjórnað heilum stjórnmálaflokki. Sigrún hóf afskipti af stjórnmálum fyrir rúmum aldarfjórðungi. Hún var oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn í 16 ár og sat í rúma tvo áratugi í miðstjórn flokksins. Hún segir að fyrir aldarfjórðungi hafi hún sett jafnréttismál á oddinn. Hún segir að sér finnist miður, þó hún sitji nú á friðarstóli, að jafnréttisbaráttan hafi dottið niður á sama punkt og fyrir 25 árum. Hún segir að Framsóknarkonur vilji ekki hverfa aftur til fortíðar heldur vilji þær horfa fram á veginn. Það væri ástæðan fyrir því að hún tók þátt í því að mótmæla vinnubrögðum forystu þingflokksins. Sigrún segir að forysta Framsóknarflokksins verði að hafa lög og jafnréttisstefnu flokksins í heiðri, en þar segir að að minnsta kosti 40 prósent af hvoru kyni skuli skipa trúnaðarstöður á vegum flokksins. Sigrún verður frummælandi á stórfundi Framsóknarkvenna á miðvikudagskvöld og hún segir reiðina mikla á meðal Framsóknarkvenna. Hún segist ekki trúa því að sú ólga sem nú hafi komið upp á yfirborðið muni hjaðna fljótt. Sigrún segir þessi skref sýna að flokkurinn sé ekki að horfa til framtíðar, og ljóst að konur verði að taka upp fánann og halda áfram baráttunni. Samherjar Sivjar hafa verið ósparir að benda á að Siv komi úr stærsta kjördæminu og eigi því rétt á ráðherrastóli. Þegar litið er til fjölda atkvæða á bak við hvern Framsóknarþingmann má sjá að fjórir ráðherrar eru efstir á blaði. Valgerður Sverrisdóttir hefur flest ákvæði á bak við sig og Siv Friðleifsdóttir kemur næst á eftir henni. Jón Kristjánsson er sjöundi, en benda má á að hann leiddi áður Austurlandskjördæmi sem slegið var saman við Norðurland eystra. Sjötti ráðherrann er svo Árni Magnússon, jöfnunarþingmaður Framsóknar og reyndar 63. eða síðasti maður inn á þing. Sé litið á hlutfall atkvæða sem hver Framsóknarmaður hefur á bak við sig í kjördæmi sínu kemur í ljós að þar er Siv í fimmta sæti og oddviti Vestlendinga, Magnús Stefánsson er hlutfallslega með meira fylgi, án þess að stuðningsmenn hans hafi rekið upp hátt ramakvein yfir því að hann skuli ekki fá sæti í ríkisstjórninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira