Áratuga skref afturábak 22. ágúst 2004 00:01 Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ákvörðun þingflokksins um að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn sé margra áratuga skref aftur á bak og brjóti í bága við stefnu Framsóknarflokksins. Það sé liðin tíð að fámenn karlaklíka geti stjórnað heilum stjórnmálaflokki. Sigrún hóf afskipti af stjórnmálum fyrir rúmum aldarfjórðungi. Hún var oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn í 16 ár og sat í rúma tvo áratugi í miðstjórn flokksins. Hún segir að fyrir aldarfjórðungi hafi hún sett jafnréttismál á oddinn. Hún segir að sér finnist miður, þó hún sitji nú á friðarstóli, að jafnréttisbaráttan hafi dottið niður á sama punkt og fyrir 25 árum. Hún segir að Framsóknarkonur vilji ekki hverfa aftur til fortíðar heldur vilji þær horfa fram á veginn. Það væri ástæðan fyrir því að hún tók þátt í því að mótmæla vinnubrögðum forystu þingflokksins. Sigrún segir að forysta Framsóknarflokksins verði að hafa lög og jafnréttisstefnu flokksins í heiðri, en þar segir að að minnsta kosti 40 prósent af hvoru kyni skuli skipa trúnaðarstöður á vegum flokksins. Sigrún verður frummælandi á stórfundi Framsóknarkvenna á miðvikudagskvöld og hún segir reiðina mikla á meðal Framsóknarkvenna. Hún segist ekki trúa því að sú ólga sem nú hafi komið upp á yfirborðið muni hjaðna fljótt. Sigrún segir þessi skref sýna að flokkurinn sé ekki að horfa til framtíðar, og ljóst að konur verði að taka upp fánann og halda áfram baráttunni. Samherjar Sivjar hafa verið ósparir að benda á að Siv komi úr stærsta kjördæminu og eigi því rétt á ráðherrastóli. Þegar litið er til fjölda atkvæða á bak við hvern Framsóknarþingmann má sjá að fjórir ráðherrar eru efstir á blaði. Valgerður Sverrisdóttir hefur flest ákvæði á bak við sig og Siv Friðleifsdóttir kemur næst á eftir henni. Jón Kristjánsson er sjöundi, en benda má á að hann leiddi áður Austurlandskjördæmi sem slegið var saman við Norðurland eystra. Sjötti ráðherrann er svo Árni Magnússon, jöfnunarþingmaður Framsóknar og reyndar 63. eða síðasti maður inn á þing. Sé litið á hlutfall atkvæða sem hver Framsóknarmaður hefur á bak við sig í kjördæmi sínu kemur í ljós að þar er Siv í fimmta sæti og oddviti Vestlendinga, Magnús Stefánsson er hlutfallslega með meira fylgi, án þess að stuðningsmenn hans hafi rekið upp hátt ramakvein yfir því að hann skuli ekki fá sæti í ríkisstjórninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ákvörðun þingflokksins um að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn sé margra áratuga skref aftur á bak og brjóti í bága við stefnu Framsóknarflokksins. Það sé liðin tíð að fámenn karlaklíka geti stjórnað heilum stjórnmálaflokki. Sigrún hóf afskipti af stjórnmálum fyrir rúmum aldarfjórðungi. Hún var oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn í 16 ár og sat í rúma tvo áratugi í miðstjórn flokksins. Hún segir að fyrir aldarfjórðungi hafi hún sett jafnréttismál á oddinn. Hún segir að sér finnist miður, þó hún sitji nú á friðarstóli, að jafnréttisbaráttan hafi dottið niður á sama punkt og fyrir 25 árum. Hún segir að Framsóknarkonur vilji ekki hverfa aftur til fortíðar heldur vilji þær horfa fram á veginn. Það væri ástæðan fyrir því að hún tók þátt í því að mótmæla vinnubrögðum forystu þingflokksins. Sigrún segir að forysta Framsóknarflokksins verði að hafa lög og jafnréttisstefnu flokksins í heiðri, en þar segir að að minnsta kosti 40 prósent af hvoru kyni skuli skipa trúnaðarstöður á vegum flokksins. Sigrún verður frummælandi á stórfundi Framsóknarkvenna á miðvikudagskvöld og hún segir reiðina mikla á meðal Framsóknarkvenna. Hún segist ekki trúa því að sú ólga sem nú hafi komið upp á yfirborðið muni hjaðna fljótt. Sigrún segir þessi skref sýna að flokkurinn sé ekki að horfa til framtíðar, og ljóst að konur verði að taka upp fánann og halda áfram baráttunni. Samherjar Sivjar hafa verið ósparir að benda á að Siv komi úr stærsta kjördæminu og eigi því rétt á ráðherrastóli. Þegar litið er til fjölda atkvæða á bak við hvern Framsóknarþingmann má sjá að fjórir ráðherrar eru efstir á blaði. Valgerður Sverrisdóttir hefur flest ákvæði á bak við sig og Siv Friðleifsdóttir kemur næst á eftir henni. Jón Kristjánsson er sjöundi, en benda má á að hann leiddi áður Austurlandskjördæmi sem slegið var saman við Norðurland eystra. Sjötti ráðherrann er svo Árni Magnússon, jöfnunarþingmaður Framsóknar og reyndar 63. eða síðasti maður inn á þing. Sé litið á hlutfall atkvæða sem hver Framsóknarmaður hefur á bak við sig í kjördæmi sínu kemur í ljós að þar er Siv í fimmta sæti og oddviti Vestlendinga, Magnús Stefánsson er hlutfallslega með meira fylgi, án þess að stuðningsmenn hans hafi rekið upp hátt ramakvein yfir því að hann skuli ekki fá sæti í ríkisstjórninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent