Að skipta um skoðun 25. ágúst 2004 00:01 Fæstum er mikið um það gefið að skipta um skoðun. Við erum einhvern veginn þannig gerð að við þurfum helst alltaf að hafa rétt fyrir okkur. Ég þurfti að skipta um skoðun á dögunum, bókstaflega endurskoða afstöðu sem ég hef haldið staðfastlega fram svo lengi sem ég man. Ég hef nefnilega haldið því fram að sumarið væri búið um verslunarmannahelgina, þá byrji að hausta. Þetta voru svo sem ekki erfið sinnaskipti, frekar gleðilegt að neyðast til að breyta þessari staðföstu skoðun, einhvern veginn er mér það samt mjög ofarlega í huga að ég varð að breyta viðhorfi mínu til upphafs og enda árstíðanna og er stundum minnt á það og spurð: "Hvað varð um kenningu þína um verslunarmannahelgina og haustið"? Stundum er sem sagt verulega gleðilegt að hafa haft rangt fyrir sér. En er það einhver sérstakur kostur að þykjast alltaf hafa rétt fyrir sér, endurskoða ekki afstöðu sína, er það löstur að skipta um skoðun, jafnvel þó maður neyðist ekki til þess. Í stjórnmálum þykir stefnufesta kostur og svokallaðar U-beygjur taldar miður fínar og merki um staðfestuleysi "This lady is not for turning", sagði Margrét Thatcher og átti það að sýna pólitískan styrk hennar og stefnufestu. Samt sem áður skipti hún meira að segja um skoðun. Þegar hún var forsætisráðherra Breta undirritaði hún samninginn um innri markað Evrópusambandsins fyrir hönd Breta, sem lagði grunninn að enn nánara samstarfi Evrópuríkjanna en áður hafði verið. Þegar hún var sett af sem formaður Íhaldsflokksins breska og um leið sem forsætisráðherra var hin nána Evrópusamvinna orðin henni ástæða mikils pirrings. Kannski hefði henni farnast betur ef hún hefði skipt um skoðun á fleiri sviðum eða kannski ef hún hefði skipt um skoðun á öðrum sviðum. Sem betur fer erum við samt líklega alltaf að skipta um skoðun án þess að gera okkur grein fyrir því. "Heimurinn breytist og mennirnir með". Kannski væri betra ef hægt væri að koma því viðhorfi á að það er síður en svo galli nokkurrar manneskju að skipta um skoðun, endurskoða hug sinn og komast að annarri niðurstöðu en áður. Fyrirtæki staðna, stjórnmálaflokkar staðna, er það ekki vegna þess að stjórnendur fyrirtækja festast í sama farinu, breyta ekki aðferðum og á sama hátt staðna stjórnmálaleiðtogar, hlusta ekki á umhverfið, og kannski sjá þeir ekki heldur breytingarnar í umhverfinu og fara því fremur að líkjast saltstólpum en hugmyndafræðingum. Breytingar sem verða á fyrirækjum við eigendaskipti benda til þess að þau hafi fest í fari án þess að þeir sem höfðu stjórnað þeim um árabil hafi áttað sig á og einfaldlega spólað í stað þess að komast áfram. Slíkar breytingar eru nú að eiga sér stað hjá Eimskipafélaginu gamla, og verður spennandi að sjá hvernig til tekst, nú þegar geta allavega þeir sem eiga hlutabréf í fyrirtækinu glaðst því eign þeirra hefur hækkað heilmikið. Síðast þegar hlutabréf í því fyrirtæki hækkuðu var það vegna þess að menn voru að berjast um völdin í fyrirtækinu, en ekki vegna þess að stjórnendurnir væru að gera eitthvað nýtt. Í pólitíkinni tekur lengri tíma að breyta en í fyrirtækjum. Pólitískum flokkum er enn raðað eftir aldagömlum ágreiningsefnum, sem rekja má til frönsku stjórnarbyltingarinnar, og þess að í franska þinginu sátu róttæklingarnir til vinstri í þingsalnum en konungssinnar til hægri. Enn er talað um stjórnmálaflokka sem eru til hægri eða vinstri. Sú skiptingin þjónar þeim tilgangi einum að setja merkimiða á fólk. "Vinstri" í mínum augum t.d er merkimiði á þá sem aðhyllast miðstjórnarvald. Þess vegna get ég ekki fallist á að nútíma jafnaðarmannaflokkur sé "vinstri" flokkur. Í augum annarra getur "vinstri" svo verið merkimiði fyrir eitthvað allt annað, sem bendir til þess að um merkingarlausa nafngift er að ræða. Þessi skipting í hægri og vinstri heldur einnig við því sem kallað hefur verið átakastjórnmál, sem lýsir sér í því að menn ríghalda sér í það að þeir einir geti haft rétt fyrir sér og eiga því í eilífum útistöðum, með tilheyrandi upphrópunum um andstæðinginn, í stað þess að viðurkenna að heimurinn er flóknari en svo að vera annað hvort svartur eða hvítur, og reyni frekar að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem sæmileg sátt ríkir um. Er þá ekki átt við að tveir stjórnmálaforingjar og nokkrir ráðherrar uni glaðir við sitt, heldur að menn átti sig á því að það skiptir ekki megin máli hverjir eru ráðherrar, heldur hvað þeir sem fara með völdin gera og hvernig þeir gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Fæstum er mikið um það gefið að skipta um skoðun. Við erum einhvern veginn þannig gerð að við þurfum helst alltaf að hafa rétt fyrir okkur. Ég þurfti að skipta um skoðun á dögunum, bókstaflega endurskoða afstöðu sem ég hef haldið staðfastlega fram svo lengi sem ég man. Ég hef nefnilega haldið því fram að sumarið væri búið um verslunarmannahelgina, þá byrji að hausta. Þetta voru svo sem ekki erfið sinnaskipti, frekar gleðilegt að neyðast til að breyta þessari staðföstu skoðun, einhvern veginn er mér það samt mjög ofarlega í huga að ég varð að breyta viðhorfi mínu til upphafs og enda árstíðanna og er stundum minnt á það og spurð: "Hvað varð um kenningu þína um verslunarmannahelgina og haustið"? Stundum er sem sagt verulega gleðilegt að hafa haft rangt fyrir sér. En er það einhver sérstakur kostur að þykjast alltaf hafa rétt fyrir sér, endurskoða ekki afstöðu sína, er það löstur að skipta um skoðun, jafnvel þó maður neyðist ekki til þess. Í stjórnmálum þykir stefnufesta kostur og svokallaðar U-beygjur taldar miður fínar og merki um staðfestuleysi "This lady is not for turning", sagði Margrét Thatcher og átti það að sýna pólitískan styrk hennar og stefnufestu. Samt sem áður skipti hún meira að segja um skoðun. Þegar hún var forsætisráðherra Breta undirritaði hún samninginn um innri markað Evrópusambandsins fyrir hönd Breta, sem lagði grunninn að enn nánara samstarfi Evrópuríkjanna en áður hafði verið. Þegar hún var sett af sem formaður Íhaldsflokksins breska og um leið sem forsætisráðherra var hin nána Evrópusamvinna orðin henni ástæða mikils pirrings. Kannski hefði henni farnast betur ef hún hefði skipt um skoðun á fleiri sviðum eða kannski ef hún hefði skipt um skoðun á öðrum sviðum. Sem betur fer erum við samt líklega alltaf að skipta um skoðun án þess að gera okkur grein fyrir því. "Heimurinn breytist og mennirnir með". Kannski væri betra ef hægt væri að koma því viðhorfi á að það er síður en svo galli nokkurrar manneskju að skipta um skoðun, endurskoða hug sinn og komast að annarri niðurstöðu en áður. Fyrirtæki staðna, stjórnmálaflokkar staðna, er það ekki vegna þess að stjórnendur fyrirtækja festast í sama farinu, breyta ekki aðferðum og á sama hátt staðna stjórnmálaleiðtogar, hlusta ekki á umhverfið, og kannski sjá þeir ekki heldur breytingarnar í umhverfinu og fara því fremur að líkjast saltstólpum en hugmyndafræðingum. Breytingar sem verða á fyrirækjum við eigendaskipti benda til þess að þau hafi fest í fari án þess að þeir sem höfðu stjórnað þeim um árabil hafi áttað sig á og einfaldlega spólað í stað þess að komast áfram. Slíkar breytingar eru nú að eiga sér stað hjá Eimskipafélaginu gamla, og verður spennandi að sjá hvernig til tekst, nú þegar geta allavega þeir sem eiga hlutabréf í fyrirtækinu glaðst því eign þeirra hefur hækkað heilmikið. Síðast þegar hlutabréf í því fyrirtæki hækkuðu var það vegna þess að menn voru að berjast um völdin í fyrirtækinu, en ekki vegna þess að stjórnendurnir væru að gera eitthvað nýtt. Í pólitíkinni tekur lengri tíma að breyta en í fyrirtækjum. Pólitískum flokkum er enn raðað eftir aldagömlum ágreiningsefnum, sem rekja má til frönsku stjórnarbyltingarinnar, og þess að í franska þinginu sátu róttæklingarnir til vinstri í þingsalnum en konungssinnar til hægri. Enn er talað um stjórnmálaflokka sem eru til hægri eða vinstri. Sú skiptingin þjónar þeim tilgangi einum að setja merkimiða á fólk. "Vinstri" í mínum augum t.d er merkimiði á þá sem aðhyllast miðstjórnarvald. Þess vegna get ég ekki fallist á að nútíma jafnaðarmannaflokkur sé "vinstri" flokkur. Í augum annarra getur "vinstri" svo verið merkimiði fyrir eitthvað allt annað, sem bendir til þess að um merkingarlausa nafngift er að ræða. Þessi skipting í hægri og vinstri heldur einnig við því sem kallað hefur verið átakastjórnmál, sem lýsir sér í því að menn ríghalda sér í það að þeir einir geti haft rétt fyrir sér og eiga því í eilífum útistöðum, með tilheyrandi upphrópunum um andstæðinginn, í stað þess að viðurkenna að heimurinn er flóknari en svo að vera annað hvort svartur eða hvítur, og reyni frekar að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem sæmileg sátt ríkir um. Er þá ekki átt við að tveir stjórnmálaforingjar og nokkrir ráðherrar uni glaðir við sitt, heldur að menn átti sig á því að það skiptir ekki megin máli hverjir eru ráðherrar, heldur hvað þeir sem fara með völdin gera og hvernig þeir gera það.