Innlent

Stórfundur Framsóknarkvenna

Framsóknarkonur krefjast aðgerða til að rétta hlut kvenna í flokknum. Um hundrað Framsóknarmenn funda nú um stöðu kvenna í flokknum. Fundurinn ber yfirskriftina, Aftur til fortíðar, við mótmælum allar. Framsóknarkonur boðuðu til þessa fundar eftir að Halldór Ásgrímsson ákvað að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn frá og með 15. september. Mikil óánægja vaknaði í kjölfarið, jafnt á meðal framsóknarkvenna og ungra framsóknarmanna sem sendu frá sér harðhorðar yfirlýsingar. Á fundinum eru fjórir af þingmönnum Framsóknar. Siv Friðleifsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Dagný Jónsdóttir og Magnús Stefánsson. Þá er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, einnig á fundinum. Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, vildi lítið tjá sig fyrir fundinn sem er lokaður fjölmiðlum. Hún sagði einungis að hér myndu konur koma og ræða saman. Hún vildi ekki segja hvort hún myndi láta taka til sín á fundinum. Enginn virðist treysta sér til að segja fyrir um hvaða niðurstaða komi af fundinum, þó allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða. Helst er að heyra á óánægðum Framsóknarmönnum að stefnt skuli til áhrifa í félögum flokksins og í gegnum grasrótina skuli reynt að komast til áhrifa í æðstu stöðum flokksins á flokksþingi í byrjun næsta árs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×