Viðskipti innlent

Hagnaður Flugstöðvar eykst

Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. eftir skatta var 176 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2004, sem er veruleg hækkun frá sama tímabili í fyrra, þegar hagnaðurinn nam 101 milljón króna. Hagnaðurinn er að megin hluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri, auk verulegrar lækkunar á fjármagnsgjöldum félagsins, að því er segir í tilkynningu frá Flugstöðinni. Heildartekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins 2004 námu um 2.370 milljónum króna og jukust um 21% milli ára, en á sama tímabili fjölgaði farþegum um 22 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×