Eldflaugum skotið að þinghúsinu 1. september 2004 00:01 Sjö eldflaugum var skotið að þinghúsinu í Bagdad í morgun en þar var fyrsti þingfundur haldinn eftir að Írakar tóku aftur við stjórn landsins. Uppreisnarmenn skutu fyrst fimm eldflaugum að hinu svokallaða Græna svæði í miðborg Bagdads í morgun, rétt áður en þingfundur átti að hefjast. Græna svæðið er vel víggirt og sér bandaríski herinn um hervernd því þar er að finna helstu stjórnarbyggingar landsins og höfuðstöðvar bandaríska hersins í Írak. Eftir að þing var sett var tveimur öðrum eldflaugum skotið að svæðinu og er talið að þeim hafi verið beint að þinghúsinu. Betur fór en á horfðist því einungis einn maður særðist í árásunum. Það þykir hins vegar áhyggjuefni að uppreisnarmenn skuli komast svo nálægt hinu verndaða svæði. Sprengingarnar heyrðust vel inni í þinghúsinu og mörgum þingmönnum var brugðið en þeir eru um hundrað talsins. Apache-herþyrlur voru samstundis sendar í loftið og hringsóluðu lengi vel yfir borginni í leit að uppreisnarmönnunum. Þegar um þrettán hundruð írakskir fulltrúar hittust til að velja þingmennina fyrir rúmum mánuði tókst árásarmönnum einnig að skjóta tveimur eldflaugum nálægt fundarstaðnum og létust tveir óbreyttir borgarar. Vígamenn gerðu svo skotárás á bílalest háttsetts sjíta í Najaf í morgun og særðust tveir. Íröksk stjórnvöld reyna nú að leita ráða til þess að tryggja betur öryggi stjórnmálamanna í landinu en fjölmargir háttsettir stjórnmálamenn hafa látið í lífið í árásum síðustu mánuði. Á myndinni sést írakska lögreglan girða af svæði nærri þinghúsinu í Bagdad í kjölfar sprenginganna í morgun. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Sjö eldflaugum var skotið að þinghúsinu í Bagdad í morgun en þar var fyrsti þingfundur haldinn eftir að Írakar tóku aftur við stjórn landsins. Uppreisnarmenn skutu fyrst fimm eldflaugum að hinu svokallaða Græna svæði í miðborg Bagdads í morgun, rétt áður en þingfundur átti að hefjast. Græna svæðið er vel víggirt og sér bandaríski herinn um hervernd því þar er að finna helstu stjórnarbyggingar landsins og höfuðstöðvar bandaríska hersins í Írak. Eftir að þing var sett var tveimur öðrum eldflaugum skotið að svæðinu og er talið að þeim hafi verið beint að þinghúsinu. Betur fór en á horfðist því einungis einn maður særðist í árásunum. Það þykir hins vegar áhyggjuefni að uppreisnarmenn skuli komast svo nálægt hinu verndaða svæði. Sprengingarnar heyrðust vel inni í þinghúsinu og mörgum þingmönnum var brugðið en þeir eru um hundrað talsins. Apache-herþyrlur voru samstundis sendar í loftið og hringsóluðu lengi vel yfir borginni í leit að uppreisnarmönnunum. Þegar um þrettán hundruð írakskir fulltrúar hittust til að velja þingmennina fyrir rúmum mánuði tókst árásarmönnum einnig að skjóta tveimur eldflaugum nálægt fundarstaðnum og létust tveir óbreyttir borgarar. Vígamenn gerðu svo skotárás á bílalest háttsetts sjíta í Najaf í morgun og særðust tveir. Íröksk stjórnvöld reyna nú að leita ráða til þess að tryggja betur öryggi stjórnmálamanna í landinu en fjölmargir háttsettir stjórnmálamenn hafa látið í lífið í árásum síðustu mánuði. Á myndinni sést írakska lögreglan girða af svæði nærri þinghúsinu í Bagdad í kjölfar sprenginganna í morgun.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira