Viðskipti innlent

Heilt tonn til Bretlands

"Við erum nú í fyrsta sinn að flytja út vöru í magni til Bretlands þar sem henni verður pakkað í neytendapakkningar," segir Jón Bragi Bjarnason, prófessor. Fyrirtæki hans og fleiri vísindamanna, Ensímtækni, hefur náð miklum árangri í sölu á smyrslum unnum úr ensímum úr þorski. Nú þegar er vara þeirra seld víða um heim bæði til almennrar notkunar en einnig er það víða notað til lækninga enda hefur sannast að þorskensími vinna meðal annars vel á bólgum ýmis konar. Jón Bragi segir mikla framtíðarmöguleika í sölu á vörunni og stærsta skrefið til þessa er sú sending sem nú er að fara á Bretlandsmarkað. "Við erum þegar að selja til Bandaríkjanna, Kóreu, Frakklands og Bretlandis og erum í viðræðum við aðila í Hollandi og í Þýskalandi. Við bindum miklar vonir við Bretland og byrjum nú á að senda tonn sem verður pakkað í pakkningar þar. Svo tökum við þessu rólega í bili og vonumst til að læra af reynslu okkar í Bretlandi sem getur svo síðar komið okkur til góða á öðrum mörkuðum."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×