Viðskipti innlent

Átakalítið sumar í viðskiptalífinu

Sumarið hefur verið átakalítið í viðskiptalífi Íslendinga og lítil velta á mörgum sviðum, s.s. með skuldabréf, gjaldeyri og hlutabréf að því er segir í Efnahagsfregnum greiningardeildar KB banka. Þessi kyrrð hefur hins vegar verið rofin á síðustu vikum ágústmánaðar, m.a. með nýrri samkeppni um íbúðalán landsmanna. Þegar dregur að hausti eru helstu hagvísar nokkuð misvísandi um hvaða stefnu efnahagslífið mun taka á næsta vetri að sögn bankans. Á sumum mörkuðum er töluverður kuldi til staðar, t.d. á vinnumarkaði, og fátt bendir til þess að innlend atvinnuvegafjárfesting sé að taka við sér. Á sama tíma ríkir töluverð spenna á öðrum mörkuðum, s.s. með fasteignir og neysluvörur. Af þessum sökum er helstu hagvísar nokkuð misvísandi og samspil margra lykilstærða, s.s. hagvaxtar og atvinnuleysis, nokkuð annað en landsmenn hafa hingað til átt að venjast.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×