Sameining stórbanka borðleggjandi 7. september 2004 00:01 Sameining Íslandsbanka og Landsbankans er borðleggjandi frá faglegu sjónarmiði að mati Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka. "Það blasir við, því það snertir á svo mörgum starfsþáttum sem gætu skilað milljörðum króna í hagræðingu á hverju ári." Jón segir slíkt á valdi hluthafa, en það hljóti að vera áleitin spurning fyrir hluthafa þessara banka að leysa slíkt hagræði úr læðingi. Hann segist sjá margvíslega hagræðingarmöguleika á fjálmálamarkaði. Auk sameiningar Landsbanka og Íslandsbanka sér Jón mikil sóknarfæri í sameiningu Íslandsbanka við Straum. "Við það myndi eigið fé Íslandsbanka stóraukast. Eigið fé hefur verið takmarkandi þáttur í bankanum vegna mikils vaxtar." Íslandsbanki hefur vaxið um 25 prósent á árinu. Hugsanleg sameining Landsbanka og Íslandsbanka komst í umræðuna þegar Landsbankinn og Burðarás keyptu stóra eignarhluti í Íslandsbanka. Efasemdir voru uppi um hvort slíkt samræmdist samkeppnislögum. Jón telur slíka sameiningu ekki fráleita. "Við verðum að átta okkur á anda samkeppnislaga. Hann er ekki sá að koma í veg fyrir að stórar einingar myndist, heldur að koma í veg fyrir misnotkun á stöðu." Jón segir rökin fyrir sameiningu, auk hagræðis vera að styðja við útrás sem aftur skili sér inn í landið. "Slíkt hlýtur að vega á móti þeim ótta sem menn kunna að hafa af misnotkun á markaði." Hann segir að ef sú staða kæmi upp að bankarnir sameinist, þá sé útilokað að sterkur fjárfestingarbanki eins og Straumur sitji aðgerðarlaus hjá. Þar yrði því til mótvægi. "Þannig yrði til mikið hagræði, án þess að það yrði ógnun við hag fyrirtækja og einstaklinga." Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði. KB banki er nú stærri en Landsbankinn og Íslandsbanki til samans. Jón segir að sú staða hljóti að hafa áhrif. "Aðstæður hafa breyst og það sem var áður óhugsandi er það ekki lengur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Sameining Íslandsbanka og Landsbankans er borðleggjandi frá faglegu sjónarmiði að mati Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka. "Það blasir við, því það snertir á svo mörgum starfsþáttum sem gætu skilað milljörðum króna í hagræðingu á hverju ári." Jón segir slíkt á valdi hluthafa, en það hljóti að vera áleitin spurning fyrir hluthafa þessara banka að leysa slíkt hagræði úr læðingi. Hann segist sjá margvíslega hagræðingarmöguleika á fjálmálamarkaði. Auk sameiningar Landsbanka og Íslandsbanka sér Jón mikil sóknarfæri í sameiningu Íslandsbanka við Straum. "Við það myndi eigið fé Íslandsbanka stóraukast. Eigið fé hefur verið takmarkandi þáttur í bankanum vegna mikils vaxtar." Íslandsbanki hefur vaxið um 25 prósent á árinu. Hugsanleg sameining Landsbanka og Íslandsbanka komst í umræðuna þegar Landsbankinn og Burðarás keyptu stóra eignarhluti í Íslandsbanka. Efasemdir voru uppi um hvort slíkt samræmdist samkeppnislögum. Jón telur slíka sameiningu ekki fráleita. "Við verðum að átta okkur á anda samkeppnislaga. Hann er ekki sá að koma í veg fyrir að stórar einingar myndist, heldur að koma í veg fyrir misnotkun á stöðu." Jón segir rökin fyrir sameiningu, auk hagræðis vera að styðja við útrás sem aftur skili sér inn í landið. "Slíkt hlýtur að vega á móti þeim ótta sem menn kunna að hafa af misnotkun á markaði." Hann segir að ef sú staða kæmi upp að bankarnir sameinist, þá sé útilokað að sterkur fjárfestingarbanki eins og Straumur sitji aðgerðarlaus hjá. Þar yrði því til mótvægi. "Þannig yrði til mikið hagræði, án þess að það yrði ógnun við hag fyrirtækja og einstaklinga." Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði. KB banki er nú stærri en Landsbankinn og Íslandsbanki til samans. Jón segir að sú staða hljóti að hafa áhrif. "Aðstæður hafa breyst og það sem var áður óhugsandi er það ekki lengur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira