Íslenskar vörur ódýrari 7. september 2004 00:01 Verðkönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í fjórum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í júlí síðastliðnum leiddi í ljós að samanlagt meðalverð íslenskra vara í könnuninni var 10,3% lægra en þeirra erlendu. Samtökin segja niðurstöðuna athyglisverða í ljósi niðurstaðna könnunar IMG Gallups fyrir Samtök iðnaðarins frá í vor þar sem 83,7% töldu verð íslenskra matvara almennt hærra en á hliðstæðum erlendum matvörum. Í tilkynningu samtakanna segir að verðkönnunin hafi verið gerð í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, Fjarðarkaupa og Samkaupa. Valdar voru almennar neysluvörur til heimilisnota í ýmsum vöruflokkum og þess vandlega gætt að velja eins sambærilegar vörur og kostur var. Reiknað var meðalverð hverrar vöru í verslununum fjórum. Þegar um þyngdarmun eða mismunandi magn var að ræða var verð varanna umreiknað til að það yrði samanburðarhæft. Kannað var verð á 23 vörutegundum og reyndist meðalverð íslensku varanna lægra í 13 tilvikum. Heildarverð innkaupakörfunnar með íslensku vörunum var 4.710 krónur en verð erlendu körfunnar 5.195 krónur. Mismunurinn var 485 krónur eða 10,3%. Í könnun IMG Gallups frá því í vor var spurt: Telur þú að verð á íslenskum matvörum sé almennt hærra eða lægra en verð á hliðstæðum erlendum matvörum? Þá töldu 83,7% að íslensku vörurnar væru dýrari, 13,8% töldu verðið svipað en 2,5% að íslensku vörurnar væru ódýrari. Þótt hér sé spurt um matvörur gefur könnunin vísbendingar um viðhorf Íslendinga. Verðkönnun SI frá í sumar gefur hins vegar vísbendingar um hið gagnstæða. Árið 1995 var sams konar verðkönnun gerð á vegum átaksins Íslenskt, já takk. Tilefnið þá var, eins og nú, könnun IMG Gallups sem sýndi að 70% íslenskra neytenda töldu að íslenskar vörur væru dýrari en erlendar. Niðurstaða verðkönnunarinnar 1995 leiddi í ljós að íslensku vörurnar reyndust 17% ódýrari að meðaltali. Þótt heildarverðmunurinn sé minni nú en 1995 segja Samtök iðnaðarins vert að líta til þeirrar staðreyndar að gengi krónunnar er mun sterkara nú og samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu erfiðari en fyrir níu árum. Neytendur Mest lesið Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira
Verðkönnun sem gerð var fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í fjórum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í júlí síðastliðnum leiddi í ljós að samanlagt meðalverð íslenskra vara í könnuninni var 10,3% lægra en þeirra erlendu. Samtökin segja niðurstöðuna athyglisverða í ljósi niðurstaðna könnunar IMG Gallups fyrir Samtök iðnaðarins frá í vor þar sem 83,7% töldu verð íslenskra matvara almennt hærra en á hliðstæðum erlendum matvörum. Í tilkynningu samtakanna segir að verðkönnunin hafi verið gerð í verslunum Hagkaupa, Nóatúns, Fjarðarkaupa og Samkaupa. Valdar voru almennar neysluvörur til heimilisnota í ýmsum vöruflokkum og þess vandlega gætt að velja eins sambærilegar vörur og kostur var. Reiknað var meðalverð hverrar vöru í verslununum fjórum. Þegar um þyngdarmun eða mismunandi magn var að ræða var verð varanna umreiknað til að það yrði samanburðarhæft. Kannað var verð á 23 vörutegundum og reyndist meðalverð íslensku varanna lægra í 13 tilvikum. Heildarverð innkaupakörfunnar með íslensku vörunum var 4.710 krónur en verð erlendu körfunnar 5.195 krónur. Mismunurinn var 485 krónur eða 10,3%. Í könnun IMG Gallups frá því í vor var spurt: Telur þú að verð á íslenskum matvörum sé almennt hærra eða lægra en verð á hliðstæðum erlendum matvörum? Þá töldu 83,7% að íslensku vörurnar væru dýrari, 13,8% töldu verðið svipað en 2,5% að íslensku vörurnar væru ódýrari. Þótt hér sé spurt um matvörur gefur könnunin vísbendingar um viðhorf Íslendinga. Verðkönnun SI frá í sumar gefur hins vegar vísbendingar um hið gagnstæða. Árið 1995 var sams konar verðkönnun gerð á vegum átaksins Íslenskt, já takk. Tilefnið þá var, eins og nú, könnun IMG Gallups sem sýndi að 70% íslenskra neytenda töldu að íslenskar vörur væru dýrari en erlendar. Niðurstaða verðkönnunarinnar 1995 leiddi í ljós að íslensku vörurnar reyndust 17% ódýrari að meðaltali. Þótt heildarverðmunurinn sé minni nú en 1995 segja Samtök iðnaðarins vert að líta til þeirrar staðreyndar að gengi krónunnar er mun sterkara nú og samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu erfiðari en fyrir níu árum.
Neytendur Mest lesið Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira