Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Jóla­gjafirnar í ár hittu beint í mark

Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark ef marka má gesti Kringlunnar sem fréttastofa náði tali af. Flestir sem voru mættir til að skipta gjöfum þurfu að skipta yfir í rétta stærð en aðrir skiptu bókum sem þeir fengu tvö, eða jafnvel þrjú eintök af. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skilaréttur neyt­enda ríkari ef varan er keypt á netinu

Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill benda neytendum á að þeir eigi mun ríkari og rýmri skilarétt ef vörurnar sem þeir vilja skila hafa verið keyptar á netinu fremur en í hefðbundnum verslunum. Neytandi á að geta skilað vöru sem keypt er á netinu fjórtán dögum eftir að hann fær hana í hendur.

Innlent
Fréttamynd

Máttu ekki selja í stæði við Engja­veg fyrir Jóla­gesti Björg­vins

Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. 

Innlent
Fréttamynd

Segir eðli­legar skýringar á hæsta raforkuverðinu

Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pakkaflóðið of stórt fyrir flug­vélar er­lendis frá

„Það hefur verið mesta umræðan um vörur erlendis frá. Þar er tappinn bara flugvélar. Það er bara ekki meira pláss í vélunum. Þeir sem hafa þurft að bíða svona lengi, í tíu daga eða eitthvað svoleiðis. Það eru þá flugvélarnar sem eru fullar.“

Innlent
Fréttamynd

Verð á raf­orku rokið upp um tugi prósenta á einu ári

Á einu ári eða frá því í október í fyrra til dagsins í dag hefur verð á raforku hjá smásölum hækkað á bilinu 9-37%. ASÍ vekur athygli á því að ólíkt dreifingu raforku hafi almenningur val um af hvaða smásölu það kjósi að versla raforku. Valið stendur milli níu smásala raforku og geta neytendur fært sig á milli söluaðila með auðveldum hætti en ekki er hægt að velja um dreifiveitu rafmagns.

Neytendur
Fréttamynd

Hægt að borga með korti í strætó

Frá og með deginum í dag er hægt að borga snertilaust með korti í Strætó í gegnum Klapp greiðslukerfið. Fyrirkomulagið hefur verið í prófun hjá fyrirtækinu og er nú komið í fullna virkni að því er segir í tilkynningu frá Strætó.

Neytendur
Fréttamynd

Loka verslun í Smára­lind

Vodafone lokar verslun sinni í Smáralind í lok mánaðarins. Í staðinn munu viðskiptavinir geta farið í verslun Vodafone á Suðurlandsbraut 8 um helgar. Síðasti dagurinn í Smáralind er 29. desember og ný helgaropnun á Suðurlandsbraut hefst strax eftir áramót.

Neytendur
Fréttamynd

Víð­tækar vöruhækkanir eftir ára­mót

Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin. Íslenskt grænmeti gæti til að mynda hækkað um allt að tólf prósent og þá er von á því að kjöt, mjólkurvörur, kaffi og súkkulaði hækki einnig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara ömur­legt“

„Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús.

Innlent
Fréttamynd

Bilun hjá Símanum

Bilun stóð yfir í farsímakerfum Símans í dag. Þessar truflanir náðu til ótilgreinds hluta viðskiptavina Símans. Síminn biður viðskiptavini sína afsökunar á þessu.

Neytendur
Fréttamynd

Súkku­laðið verði dýrara hjá öllum um páskana

Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Freyju og Góu blöskrar um­mæli frá Nóa Siríus

Framkvæmdastjóri hjá sælgætisframleiðandanum Freyju skilur ekkert í ummælum framkvæmdastjóra samkeppnisaðilans Nóa Siríus þess efnis að síðarnefnda fyrirtækið sé það eina sem framleiði íslenskt konfekt á meðan samkeppnisaðilar þeirra flytji það inn.

Neytendur
Fréttamynd

ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neyt­endum

Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum.

Neytendur