Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark ef marka má gesti Kringlunnar sem fréttastofa náði tali af. Flestir sem voru mættir til að skipta gjöfum þurfu að skipta yfir í rétta stærð en aðrir skiptu bókum sem þeir fengu tvö, eða jafnvel þrjú eintök af. Innlent 27.12.2024 22:26
Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill benda neytendum á að þeir eigi mun ríkari og rýmri skilarétt ef vörurnar sem þeir vilja skila hafa verið keyptar á netinu fremur en í hefðbundnum verslunum. Neytandi á að geta skilað vöru sem keypt er á netinu fjórtán dögum eftir að hann fær hana í hendur. Innlent 27.12.2024 12:15
Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Flugeldasala Landsbjargar hefst á morgun á 100 sölustöðum um land allt. Verð á flugeldum Landsbjargar hefur lítið hækkað á milli ára. Upplýsingafulltrúi segir kökurnar alltaf vinsælar. Neytendur 27.12.2024 11:38
Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent 20.12.2024 13:18
Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. Innlent 19. desember 2024 21:10
Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum framleiðslulotum af Lamba sviðasultu frá Kjarnafæði Norðlenska vegna gruns um listeríugerill. Varan hefur verið innkölluð. Neytendur 19. desember 2024 14:20
Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir boðaðar verðhækkanir framleiðenda og heildsala vekja áhyggjur. Það séu ýmsar aðrar leiðir en verðhækkanir til að bregðast við ytri aðstæðum. Viðskipti innlent 18. desember 2024 22:32
Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Nýlegar yfirlýsingar stjórnenda fyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra í fjölmiðlum um væntalegar verðhækkanir gætu talist brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið segist ætla að taka vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi til alvarlegrar athugunar. Neytendur 18. desember 2024 15:00
Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. Viðskipti innlent 18. desember 2024 13:03
Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendastofa mun taka upp formlega málsmeðferð vegna 18 veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur sem eru ekki með matseðla sína aðgengilega á íslensku. Neytendur 18. desember 2024 12:03
Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá „Það hefur verið mesta umræðan um vörur erlendis frá. Þar er tappinn bara flugvélar. Það er bara ekki meira pláss í vélunum. Þeir sem hafa þurft að bíða svona lengi, í tíu daga eða eitthvað svoleiðis. Það eru þá flugvélarnar sem eru fullar.“ Innlent 17. desember 2024 18:49
Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Nú er hægt að borga með korti, síma, úri eða öðrum snjalllausnum í öllum vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Farþegar greiða aldrei fyrir fleiri en þrjár ferðir sama daginn. Framkvæmdastjóri segir lykilatrið að nota alltaf sama kortið svo það virki. Neytendur 17. desember 2024 12:01
Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Á einu ári eða frá því í október í fyrra til dagsins í dag hefur verð á raforku hjá smásölum hækkað á bilinu 9-37%. ASÍ vekur athygli á því að ólíkt dreifingu raforku hafi almenningur val um af hvaða smásölu það kjósi að versla raforku. Valið stendur milli níu smásala raforku og geta neytendur fært sig á milli söluaðila með auðveldum hætti en ekki er hægt að velja um dreifiveitu rafmagns. Neytendur 17. desember 2024 10:45
Hægt að borga með korti í strætó Frá og með deginum í dag er hægt að borga snertilaust með korti í Strætó í gegnum Klapp greiðslukerfið. Fyrirkomulagið hefur verið í prófun hjá fyrirtækinu og er nú komið í fullna virkni að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Neytendur 17. desember 2024 09:45
Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Neytendastofa hefur sektað tvö fyrirtæki fyrir að auglýsa neyslu og meðferð á nikótínvörum, og fyrir að auglýsa einstaka vörumerki framleiðenda slíkra vara. Sektirnar nema 400 þúsund krónum hvor. Neytendur 16. desember 2024 16:24
Loka verslun í Smáralind Vodafone lokar verslun sinni í Smáralind í lok mánaðarins. Í staðinn munu viðskiptavinir geta farið í verslun Vodafone á Suðurlandsbraut 8 um helgar. Síðasti dagurinn í Smáralind er 29. desember og ný helgaropnun á Suðurlandsbraut hefst strax eftir áramót. Neytendur 15. desember 2024 15:05
Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin. Íslenskt grænmeti gæti til að mynda hækkað um allt að tólf prósent og þá er von á því að kjöt, mjólkurvörur, kaffi og súkkulaði hækki einnig. Viðskipti innlent 14. desember 2024 22:10
„Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. Innlent 13. desember 2024 22:55
„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. Innlent 13. desember 2024 06:53
Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Allt að þrefaldur verðmunur er á bókum milli verslana samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Á þetta við jafnvel þótt umrædd bók sé ekki til sölu í lágvöruverslunum. Dýrastar eru bækurnar að jafnaði hjá Pennanum-Eymundsson og A4. Neytendur 11. desember 2024 15:54
„Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir „Gamla góða“ Cocoa Puffs er aftur á leið í verslanirá Íslandi eftir nokkurra ára hlé. Varan verður flutt beint frá Bandaríkjunum. Neytendur 10. desember 2024 12:57
Bilun hjá Símanum Bilun stóð yfir í farsímakerfum Símans í dag. Þessar truflanir náðu til ótilgreinds hluta viðskiptavina Símans. Síminn biður viðskiptavini sína afsökunar á þessu. Neytendur 9. desember 2024 18:02
Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 9. desember 2024 11:17
Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Framkvæmdastjóri hjá sælgætisframleiðandanum Freyju skilur ekkert í ummælum framkvæmdastjóra samkeppnisaðilans Nóa Siríus þess efnis að síðarnefnda fyrirtækið sé það eina sem framleiði íslenskt konfekt á meðan samkeppnisaðilar þeirra flytji það inn. Neytendur 6. desember 2024 12:07
ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. Neytendur 6. desember 2024 08:37