Þörf er á meiri sveigjanleika 8. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Auðvelt er að setja sig í spor beggja deilenda í máli öryrkjans sem borinn var út úr leiguíbúð í eigu Reykjavíkurborgar í lok síðustu viku vegna vangreiddrar húsaleigu til langs tíma. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir réttilega hér í blaðinu í gær að ekki sé hægt að una við það að einstakir leigjendur félagslegra íbúða hækki velferðarstyrk sinn mánuðum og jafnvel árum saman með því að vanrækja greiðslu húsaleigu. Í orðum hennar liggur að umrætt mál snúist ekki um greiðslugetu viðkomandi skjólstæðings Félagsþjónustunnar heldur viljaleysi og skort á ábyrgðarkennd. Sjónarmið Ögmundar Jónassonar alþingismanns er líka réttmætt og raunar almennt viðurkennt hér á landi. Enginn á að þurfa að standa uppi án húsnæðis í einhverju ríkasta þjóðfélagi veraldar. Enginn á að vera á götunni eða búa við umkomuleysi vegna fátæktar eða aðstæðna sem viðkomandi ræður ekki við. Deila Bjarkar og Ögmundar er áhugaverð frá stjórnmálasjónarmiði. Þau tilheyra bæði flokki Vinstri grænna sem telur sig helsta málsvara láglaunafólks og hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Vegna aðildar að Reykjavíkurlistanum hafa fulltrúar flokksins komist til valda og áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar. Með Björk Vilhelmsdóttur sem formann félagsmálaráðs má heita að Vinstri grænir ráði því sem þeir vilja ráða um félagsþjónustu borgarinnar. Ekki er órökrétt er að álykta að vinnubrögð þeirra hjá borginni endurspegli hvernig þeir stæðu að málum ef þeir færu með völdin í þjóðfélaginu öllu. Þó að Vinstri grænir vilji í orði kveðnu gera allt fyrir alla og mæli í kosningum af meira örlæti um samhjálp og jafna dreifingu lífsgæða en nokkur annar stjórnmálaflokkur vita forystumenn þeirra að jafnvel í gnægtaþjóðfélagi eru félagslegri aðstoð takmörk sett. Hafi einhver trúað því að Vinstri grænir hefðu undir höndum lykil að allsherjarlausn félagslegra vandamála sýnir framganga þeirra í valdastöðu að svo er ekki. Vinstri grænir eru þó auðvitað aukaatriði í öryrkjamálinu sjálfu. Miklu mikilvægari hlið málsins snýr að vinnubrögðum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Spurningar vakna um sveigjanleika hennar við erfið skilyrði. Alkunna er að jafnvel hin bestu samhjálparkerfi hafa tilhneigingu til að frjósa og lokast og blindast þegar þau standa frammi fyrir óvenjulegum úrlausnarefnum. Kerfin virka best þegar hægt er að fylgja forskrift og venjum. Félagsþjónustan braut engar reglur í öryrkjamálinu. Frá almennu sjónarmiði er ekkert aðfinnsluvert við að fólk sem sýnir ábyrgðarleysi og ámælisverða framkomu, hvort sem það á við í þessu máli eða ekki, sé látið taka afleiðingum þess. En í öryrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar "leysir" hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. Einhvers staðar verða "vondir" að vera. Í þessu ljósi virðist aðkallandi að Félagsþjónustan leggi aukna hugsun og vinnu í að fást við "erfiða" skjólstæðinga og finna úrræði handa þeim án þess að þeir lendi í óviðunandi aðstæðum og vítahring sem hætt er við að magni aðeins ógæfu þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Auðvelt er að setja sig í spor beggja deilenda í máli öryrkjans sem borinn var út úr leiguíbúð í eigu Reykjavíkurborgar í lok síðustu viku vegna vangreiddrar húsaleigu til langs tíma. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir réttilega hér í blaðinu í gær að ekki sé hægt að una við það að einstakir leigjendur félagslegra íbúða hækki velferðarstyrk sinn mánuðum og jafnvel árum saman með því að vanrækja greiðslu húsaleigu. Í orðum hennar liggur að umrætt mál snúist ekki um greiðslugetu viðkomandi skjólstæðings Félagsþjónustunnar heldur viljaleysi og skort á ábyrgðarkennd. Sjónarmið Ögmundar Jónassonar alþingismanns er líka réttmætt og raunar almennt viðurkennt hér á landi. Enginn á að þurfa að standa uppi án húsnæðis í einhverju ríkasta þjóðfélagi veraldar. Enginn á að vera á götunni eða búa við umkomuleysi vegna fátæktar eða aðstæðna sem viðkomandi ræður ekki við. Deila Bjarkar og Ögmundar er áhugaverð frá stjórnmálasjónarmiði. Þau tilheyra bæði flokki Vinstri grænna sem telur sig helsta málsvara láglaunafólks og hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Vegna aðildar að Reykjavíkurlistanum hafa fulltrúar flokksins komist til valda og áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar. Með Björk Vilhelmsdóttur sem formann félagsmálaráðs má heita að Vinstri grænir ráði því sem þeir vilja ráða um félagsþjónustu borgarinnar. Ekki er órökrétt er að álykta að vinnubrögð þeirra hjá borginni endurspegli hvernig þeir stæðu að málum ef þeir færu með völdin í þjóðfélaginu öllu. Þó að Vinstri grænir vilji í orði kveðnu gera allt fyrir alla og mæli í kosningum af meira örlæti um samhjálp og jafna dreifingu lífsgæða en nokkur annar stjórnmálaflokkur vita forystumenn þeirra að jafnvel í gnægtaþjóðfélagi eru félagslegri aðstoð takmörk sett. Hafi einhver trúað því að Vinstri grænir hefðu undir höndum lykil að allsherjarlausn félagslegra vandamála sýnir framganga þeirra í valdastöðu að svo er ekki. Vinstri grænir eru þó auðvitað aukaatriði í öryrkjamálinu sjálfu. Miklu mikilvægari hlið málsins snýr að vinnubrögðum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Spurningar vakna um sveigjanleika hennar við erfið skilyrði. Alkunna er að jafnvel hin bestu samhjálparkerfi hafa tilhneigingu til að frjósa og lokast og blindast þegar þau standa frammi fyrir óvenjulegum úrlausnarefnum. Kerfin virka best þegar hægt er að fylgja forskrift og venjum. Félagsþjónustan braut engar reglur í öryrkjamálinu. Frá almennu sjónarmiði er ekkert aðfinnsluvert við að fólk sem sýnir ábyrgðarleysi og ámælisverða framkomu, hvort sem það á við í þessu máli eða ekki, sé látið taka afleiðingum þess. En í öryrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar "leysir" hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. Einhvers staðar verða "vondir" að vera. Í þessu ljósi virðist aðkallandi að Félagsþjónustan leggi aukna hugsun og vinnu í að fást við "erfiða" skjólstæðinga og finna úrræði handa þeim án þess að þeir lendi í óviðunandi aðstæðum og vítahring sem hætt er við að magni aðeins ógæfu þeirra.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun