Viðskipti innlent

Þriðjungur Össurar í erlendri eigu

MYND/Stöð 2
Röskur þriðjungur Össurar hf. er kominn í eigu erlendra aðila eða 34,5% samkvæmt Greiningardeild Landsbankans. Bæði danska fyrirtækið William Demant Invest (WDI) og sænski fjárfestingarsjóðurinn Industrivärden hafa aukið hlut sinn í félaginu undanfarna mánuði. Í dag er Industrivärden stærsti hluthafi félagsins með 20,45%, Mallard Holding í eigu Össurar Kristinssonar er sá næststærsti og WDI er þriðji stærstur. Mikil viðskipti voru með bréf Össurar hf. í gær eða sem nam 1,2 milljörðum króna og hækkaði gengi félagsins um 1,8% í 85 kr. á hlut. Í morgun var svo tilkynnt að WDI hefði aukið hlut sinn um 4,5% í 14,04%. Fyrirtækið er alfarið í eigu fjárfestingarsjóðsins William Demants og Hustru Ida Emilies Fond, Oticon Foundation. Auk annarra fjárfestinga á sjóðurinn meirihluta í heyrnartækjaframleiðandanum William Demant Holding sem skráður er í dönsku kauphöllinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×