Togstreita í stjórnarsamstarfinu 11. september 2004 00:01 Rétt fyrir forsætisráðherraskiptin er augljós togstreita í stjórnarsamstarfinu og það eru engin smámál sem um er að tefla. Þó að stjórnarherrarnir hafi náð samkomulagi um skattalækkanir er ljóst, nú þegar fjórir dagar eru þangað til Davíð Oddsson láti af embætti sem forsttisráðherra og Halldór Ásgrímsson taki við, að það er ýmislegt fleira sem ágreiningur er um á stjórnarheimilinu en hvort setja eigi skilyrði fyrir sölu Símans. Eitt af því er loforðið um hækkun örorkulífeyris. Öryrkjabandalagið telur að enn vanti fimm hundruð milljónir upp á að samkomulagið um hækkunina sé efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann stefni að því að fullnusta samkomulagið, annað hafi aldrei staðið til. Í dag upplýsti Davíð Oddsson eftir ríkisstjórnarfund að í fjárlögum væri ekki gert ráð fyrir þessum fimm hundruð milljónum; með þeim eina milljarði sem þegar hefur runnið í málið hafi verið vel gert og staðið við samkomulagið. Þá eru það sjávarútvegsmálin. Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, sagði á sjávarútvegsráðstefnu um helgina að Íslendingar yrðu að búa sig undir að leyfa útlendingum að eiga meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta telur Davíð Oddsson óráð. Hann segir ekkert knúa á að Íslendingar ýti á að útlendingar fjárfesti í höfuðgrein okkar sem yrði þá ekki í okkar höndum að fullu og öllu og arfurinn hyrfi til annarra landa. Hann vill því fara mjög varlega í þeim efnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Rétt fyrir forsætisráðherraskiptin er augljós togstreita í stjórnarsamstarfinu og það eru engin smámál sem um er að tefla. Þó að stjórnarherrarnir hafi náð samkomulagi um skattalækkanir er ljóst, nú þegar fjórir dagar eru þangað til Davíð Oddsson láti af embætti sem forsttisráðherra og Halldór Ásgrímsson taki við, að það er ýmislegt fleira sem ágreiningur er um á stjórnarheimilinu en hvort setja eigi skilyrði fyrir sölu Símans. Eitt af því er loforðið um hækkun örorkulífeyris. Öryrkjabandalagið telur að enn vanti fimm hundruð milljónir upp á að samkomulagið um hækkunina sé efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann stefni að því að fullnusta samkomulagið, annað hafi aldrei staðið til. Í dag upplýsti Davíð Oddsson eftir ríkisstjórnarfund að í fjárlögum væri ekki gert ráð fyrir þessum fimm hundruð milljónum; með þeim eina milljarði sem þegar hefur runnið í málið hafi verið vel gert og staðið við samkomulagið. Þá eru það sjávarútvegsmálin. Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, sagði á sjávarútvegsráðstefnu um helgina að Íslendingar yrðu að búa sig undir að leyfa útlendingum að eiga meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta telur Davíð Oddsson óráð. Hann segir ekkert knúa á að Íslendingar ýti á að útlendingar fjárfesti í höfuðgrein okkar sem yrði þá ekki í okkar höndum að fullu og öllu og arfurinn hyrfi til annarra landa. Hann vill því fara mjög varlega í þeim efnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent