Engu gleymt og ekkert lært 13. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Í nýútkomnu sagnfræðiriti segir frá formanni öflugra hagsmunasamtaka sem orðinn var sjötugur og hafði verið við stjórnvölinn á fjórða áratug án þess að sú hugsun hefði kviknað að rétt væri að svipast um eftir arftaka sínum. Þegar hann svo veiktist og leit yfir sviðið, þar sem gat að líta marga helstu framtaksmenn þjóðarinnar, komst hann að þeirri niðurstöðu að engum þeirra væri treystandi. Hann bað því jafnaldra sinn sem setið hafði í stjórninni með honum frá upphafi að taka að sér formennskuna. Þetta dæmi sem er dagsatt má hafa til marks um hve blindir hinir ágætustu menn geta orðið á sjálfa sig. Viðhafnarviðtalið við Davíð Oddsson sem Morgunblaðið birti í gær er þessu sama merki brennt nema hvað efasemdir hans um samherjana í flokksforystunni virðast enn meiri. Eftir þrettán ár, Íslandsmet, í stól forsætisráðherra boðar ekki aðeins áframhaldandi setu í ráðherraembætti heldur telur hann ástæðu til að taka sérstaklega fram að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á næsta landsfundi sem hann tekur sér fyrir hendur að dagsetja í nóvember á næsta ári þótt ákvörðun um slíkt sé með réttu í höndum miðstjórnar flokksins. Ekki skal dregið í efa að Davíð hefur "mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sín] taka" eins og hann kemst að orði; spurningin er fremur hvort sú afstaða eigi sér hljómgrunn í þjóðfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. Til þess er hann of fastur í gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og of gamaldags í stjórnunarstíl. Hann hefði frekar átt að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar sem hæfileikar hans fengju notið sín. Það er hins vegar hans eigið verkefni að finna þann vettvang og fráleitt að gera umræður um svo persónulegt mál að einhvers konar þjóðfélagslegu viðfangsefni. Það sem veldur þó mestum vonbrigðum í viðtalinu er að forsætisráðherra virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórnmálaforingja fyrr og síðar. Í viðtalinu á þessum tímamótum telur hann við hæfi að skjóta einu sinni enn í allar áttir, á pólitíska andstæðinga, á fjölmiðla og forsetann. Í hugann kemur bókartitillinn Þetta eru asnar, Guðjón! Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni eða efasemdum um eigin getu og stefnu. Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað honum finnist, hverjir séu í náðinni hjá honum og hvernig hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru of brýn og mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik. Í þeim orðum felst ekki vanmat á stjórnmálamanninum og enn síður óvild gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. Í þeim felast aðeins hin sígildu sannindi að nýir tímar krefjast nýrra manna og nýrra vinnubragða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Í nýútkomnu sagnfræðiriti segir frá formanni öflugra hagsmunasamtaka sem orðinn var sjötugur og hafði verið við stjórnvölinn á fjórða áratug án þess að sú hugsun hefði kviknað að rétt væri að svipast um eftir arftaka sínum. Þegar hann svo veiktist og leit yfir sviðið, þar sem gat að líta marga helstu framtaksmenn þjóðarinnar, komst hann að þeirri niðurstöðu að engum þeirra væri treystandi. Hann bað því jafnaldra sinn sem setið hafði í stjórninni með honum frá upphafi að taka að sér formennskuna. Þetta dæmi sem er dagsatt má hafa til marks um hve blindir hinir ágætustu menn geta orðið á sjálfa sig. Viðhafnarviðtalið við Davíð Oddsson sem Morgunblaðið birti í gær er þessu sama merki brennt nema hvað efasemdir hans um samherjana í flokksforystunni virðast enn meiri. Eftir þrettán ár, Íslandsmet, í stól forsætisráðherra boðar ekki aðeins áframhaldandi setu í ráðherraembætti heldur telur hann ástæðu til að taka sérstaklega fram að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á næsta landsfundi sem hann tekur sér fyrir hendur að dagsetja í nóvember á næsta ári þótt ákvörðun um slíkt sé með réttu í höndum miðstjórnar flokksins. Ekki skal dregið í efa að Davíð hefur "mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sín] taka" eins og hann kemst að orði; spurningin er fremur hvort sú afstaða eigi sér hljómgrunn í þjóðfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. Til þess er hann of fastur í gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og of gamaldags í stjórnunarstíl. Hann hefði frekar átt að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar sem hæfileikar hans fengju notið sín. Það er hins vegar hans eigið verkefni að finna þann vettvang og fráleitt að gera umræður um svo persónulegt mál að einhvers konar þjóðfélagslegu viðfangsefni. Það sem veldur þó mestum vonbrigðum í viðtalinu er að forsætisráðherra virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórnmálaforingja fyrr og síðar. Í viðtalinu á þessum tímamótum telur hann við hæfi að skjóta einu sinni enn í allar áttir, á pólitíska andstæðinga, á fjölmiðla og forsetann. Í hugann kemur bókartitillinn Þetta eru asnar, Guðjón! Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni eða efasemdum um eigin getu og stefnu. Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað honum finnist, hverjir séu í náðinni hjá honum og hvernig hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru of brýn og mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik. Í þeim orðum felst ekki vanmat á stjórnmálamanninum og enn síður óvild gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. Í þeim felast aðeins hin sígildu sannindi að nýir tímar krefjast nýrra manna og nýrra vinnubragða.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun