Lífið

Hækkun á húsnæðisverði

Greiningardeild Landsbankans telur að innkoma bankanna á fasteignalánamarkaðinn kunni að valda allt að fimmtán prósenta hækkun á húsnæðisverði, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Það sé þó háð framboði á nýju húsnæði þannig að ef það eykst verði hækkunin minni. Deildin telur að aukið framboð á lánsfé muni valda auknum innflutningi sem auki á verðbólguna og að hún verði þrjú og hálft prósent á næsta ári, eða meiri, ef gengi krónunnar lækkar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×