Halldór fær enga hveitibrauðsdaga 15. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar Halldór Ásgrímsson tekur í dag við embætti forsætisráðherra er það í skugga vaxandi efasemda um styrk ríkisstjórnarinnar og samheldni stjórnarflokkanna. Svið stjórnmálanna hefur gerbreyst frá því að hann og Davíð Oddsson gengu frá verkaskiptingu sinni við stjórnarmyndunina fyrir hálfu öðru ári. Stjórnarflokkarnir fengu þá báðir slæma kosningu og endurnýjað samstarf þeirra var frá upphafi á veikum grunni byggt. En það sem síðan hefur gerst í landsmálum hefur því miður ekki orðið til að auka trú á flokkana, forystumenn þeirra og möguleika ríkisstjórnarinnar til að takast á við brýn úrlausnarefni samtímans af þrótti og einurð. Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa um að koma þeim verkefnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að njóta hveitibrauðsdaga í embætti eins og nýir ráðherrar hafa fengið heldur verður hann þegar á næstu vikum að láta verkin sýna merkin. Ráðgjafar fyrrverandi forsætisráðherra hafa að undanförnu verið að ota að Halldóri lista með málaflokkum sem þeir vilja að hann setji á oddinn. Eru þar efst á blaði ný fjölmiðlalög, lög gegn hringamyndun í viðskiptalífinu og stjórnarskrárbreytingar í því augnamiði að fella synjunarvald forseta Íslands úr gildi. Allt eru þetta mál sem sjálfsagt er að ræða og sinna með sínum hætti en ekkert þeirra getur talist forgangsmál. Miklu stærri og brýnni úrlausnarefni bíða ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Hver eru þessi verkefni? Auk hinnar sjálfsögðu kröfu að stjórnin leggi sitt af mörkum til að halda efnahagslífinu áfram í jafnvægi með almennum og hefðbundnum ráðstöfunum og tryggja öryggi lands og þjóðar eru það einkum þrjú svið sem mikilvægt er að ríkisstjórnin einbeiti sér að. Nærtækast er að nefna fyrst sölu Símans. Tíminn til þess ætti að vera einkar heppilegur núna þegar vinna þarf gegn vaxandi þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu. Skoðanamunur um léttvæg aukaatriði má ekki tefja þetta mál. Í öðru lagi þarf að lækka skatta í samræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans. Í tengslum við það verður ríkisstjórnin að sýna hugrekki og rifa seglin í ríkisbúskapnum. Er í því sambandi meðal annars eðlilegt að líta til óhóflegs kostnaðar og bruðls í utanríkisþjónustunni eins og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur bent á. Vonandi sýnir hinn nýi utanríkisráðherra meiri tilþrif á því sviði en fyrirrennari hans. Í þriðja lagi þarf að takast á við endurskipulagningu mennta- og heilbrigðiskerfisins með það að leiðarljósi að nýta enn frekar en gert hefur verið yfirburði einkaframtaks og einkarekstrar. Samfylkingin hefur unnið að því að móta tillögur á þessum sviðum og nýi forsætisráðherrann á að vera nógu stór til að þora að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um hugmyndir og tillögur. Samráðsstjórnmál eru kall tímans eftir það skipbrot sem valdboðsstjórnmálin biðu í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar Halldór Ásgrímsson tekur í dag við embætti forsætisráðherra er það í skugga vaxandi efasemda um styrk ríkisstjórnarinnar og samheldni stjórnarflokkanna. Svið stjórnmálanna hefur gerbreyst frá því að hann og Davíð Oddsson gengu frá verkaskiptingu sinni við stjórnarmyndunina fyrir hálfu öðru ári. Stjórnarflokkarnir fengu þá báðir slæma kosningu og endurnýjað samstarf þeirra var frá upphafi á veikum grunni byggt. En það sem síðan hefur gerst í landsmálum hefur því miður ekki orðið til að auka trú á flokkana, forystumenn þeirra og möguleika ríkisstjórnarinnar til að takast á við brýn úrlausnarefni samtímans af þrótti og einurð. Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa um að koma þeim verkefnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að njóta hveitibrauðsdaga í embætti eins og nýir ráðherrar hafa fengið heldur verður hann þegar á næstu vikum að láta verkin sýna merkin. Ráðgjafar fyrrverandi forsætisráðherra hafa að undanförnu verið að ota að Halldóri lista með málaflokkum sem þeir vilja að hann setji á oddinn. Eru þar efst á blaði ný fjölmiðlalög, lög gegn hringamyndun í viðskiptalífinu og stjórnarskrárbreytingar í því augnamiði að fella synjunarvald forseta Íslands úr gildi. Allt eru þetta mál sem sjálfsagt er að ræða og sinna með sínum hætti en ekkert þeirra getur talist forgangsmál. Miklu stærri og brýnni úrlausnarefni bíða ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Hver eru þessi verkefni? Auk hinnar sjálfsögðu kröfu að stjórnin leggi sitt af mörkum til að halda efnahagslífinu áfram í jafnvægi með almennum og hefðbundnum ráðstöfunum og tryggja öryggi lands og þjóðar eru það einkum þrjú svið sem mikilvægt er að ríkisstjórnin einbeiti sér að. Nærtækast er að nefna fyrst sölu Símans. Tíminn til þess ætti að vera einkar heppilegur núna þegar vinna þarf gegn vaxandi þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu. Skoðanamunur um léttvæg aukaatriði má ekki tefja þetta mál. Í öðru lagi þarf að lækka skatta í samræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans. Í tengslum við það verður ríkisstjórnin að sýna hugrekki og rifa seglin í ríkisbúskapnum. Er í því sambandi meðal annars eðlilegt að líta til óhóflegs kostnaðar og bruðls í utanríkisþjónustunni eins og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur bent á. Vonandi sýnir hinn nýi utanríkisráðherra meiri tilþrif á því sviði en fyrirrennari hans. Í þriðja lagi þarf að takast á við endurskipulagningu mennta- og heilbrigðiskerfisins með það að leiðarljósi að nýta enn frekar en gert hefur verið yfirburði einkaframtaks og einkarekstrar. Samfylkingin hefur unnið að því að móta tillögur á þessum sviðum og nýi forsætisráðherrann á að vera nógu stór til að þora að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um hugmyndir og tillögur. Samráðsstjórnmál eru kall tímans eftir það skipbrot sem valdboðsstjórnmálin biðu í sumar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun