Launamunur kynjanna óbreyttur 15. september 2004 00:01 Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur. Meðalheildarlaun VR-félaga hækkuðu úr 249 þúsund krónum á mánuði í fyrra í 273 þúsund núna. Þetta er fimm prósenta hækkun. Hins vegar hefur vinnuvika félagsmanna lengst og vinna þeir nú að meðaltali tæplega 45 klukkustundir á viku. Það er einni og hálfri klukkustund meira en í fyrra. Þessi þróun vekur nokkra athygli en þetta er annað árið í röð sem vinnutími félagsmanna lengist á sama tíma og verkalýðsfélög hafa lagt áherslu á styttingu vinnutímans á síðustu árum. Það kemur ekki á óvart að þeir sem vinna lengst er yngsta fólkið og eldra fólkið vinnur styst. Þá vinnur langskólagengið fólk lengur en aðrir en könnunin sýnir einnig að því lengur sem fólk vinnur, því óánægðara er það í vinnunni. Hæstu launin hafa forstöðumenn og sviðsstjórar, eða 424 þúsund á mánuði. Lægstu launin hefur hins vegar afgreiðslufólk á kassa, 154 þúsund krónur á mánuði. Þeir félagsmanna VR sem hækkuðu mest var sölu- og afgreiðslufólk en laun þess hækkuðu að meðaltali um tíu prósent á milli ára. Laun flestra hækkuðu eitthvað en þó lækkuðu laun í einstökum hópum stjórnenda og sérfræðinga. Könnunin sýnir ljóslega að menntun skiptir máli hvað laun varðar. Háskólamenntað fólk í VR hefur að meðaltali 32% hærri heildarlaun en aðrir. Fólk á milli þrítugs og fertugs er með hærri laun en aðrir og loks er bilið á milli kynjanna ekkert að minnka; karlar eru að meðaltali með 307 þúsund krónur en konur 252 þúsund. Þessi munur er 22 prósent eða sami munur og í könnuninni í fyrra. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur. Meðalheildarlaun VR-félaga hækkuðu úr 249 þúsund krónum á mánuði í fyrra í 273 þúsund núna. Þetta er fimm prósenta hækkun. Hins vegar hefur vinnuvika félagsmanna lengst og vinna þeir nú að meðaltali tæplega 45 klukkustundir á viku. Það er einni og hálfri klukkustund meira en í fyrra. Þessi þróun vekur nokkra athygli en þetta er annað árið í röð sem vinnutími félagsmanna lengist á sama tíma og verkalýðsfélög hafa lagt áherslu á styttingu vinnutímans á síðustu árum. Það kemur ekki á óvart að þeir sem vinna lengst er yngsta fólkið og eldra fólkið vinnur styst. Þá vinnur langskólagengið fólk lengur en aðrir en könnunin sýnir einnig að því lengur sem fólk vinnur, því óánægðara er það í vinnunni. Hæstu launin hafa forstöðumenn og sviðsstjórar, eða 424 þúsund á mánuði. Lægstu launin hefur hins vegar afgreiðslufólk á kassa, 154 þúsund krónur á mánuði. Þeir félagsmanna VR sem hækkuðu mest var sölu- og afgreiðslufólk en laun þess hækkuðu að meðaltali um tíu prósent á milli ára. Laun flestra hækkuðu eitthvað en þó lækkuðu laun í einstökum hópum stjórnenda og sérfræðinga. Könnunin sýnir ljóslega að menntun skiptir máli hvað laun varðar. Háskólamenntað fólk í VR hefur að meðaltali 32% hærri heildarlaun en aðrir. Fólk á milli þrítugs og fertugs er með hærri laun en aðrir og loks er bilið á milli kynjanna ekkert að minnka; karlar eru að meðaltali með 307 þúsund krónur en konur 252 þúsund. Þessi munur er 22 prósent eða sami munur og í könnuninni í fyrra.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira