Veður olli usla á suðvesturhorninu 16. september 2004 00:01 Morgunninn var erilsamur hjá lögreglu og björgunarsveitarsveitarmönnum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki en veðrið olli talsverðum usla á suðvesturhorninu þótt vindhraðinn væri hvergi nærri eins mikill og á Suðurlandi. Um klukkan fimm í morgun fékk lögreglan í Reykjavík liðsinni frá björgunarsveitum vegna þess fjölda borgarbúa sem beðið hafði um aðstoð. Tíu björgunarsveitarhópar sinntu um tuttugu verkefnum í morgunsárið og höfðu ekki undan að sinna þeim beiðnum sem streymdu inn. Hemja þurfti báta, flotbryggjur og landganga í suðurbugt Reykjavíkurhafnar og ljóst er að töluvert tjón hlaust af. Sveitirnar heftu einnig fok á vinnupöllum á byggingarsvæðunum í Grafarvogi, Grafarholti og í Skuggahverfinu. Algengt var að þakplötur færu af stað, svalahurðir fykju upp og að eigendur fellihýsa bæðu um aðstoð við að hefta þau. Í Grafarvogi fauk strætisvagnaskýli til og vinnuskúr sömuleiðis en ferð hans endaði úti á götu. Þá þurfti að binda niður húsbíl sem var að liðast í sundur í mestu hviðunum. Veður var einnig afar slæmt á tímabili á Kjalarnesi og þangað var björgunarsveit send til að bjarga því að uppsláttur að húsgafli fyki ekki út í veður og vind. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Morgunninn var erilsamur hjá lögreglu og björgunarsveitarsveitarmönnum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki en veðrið olli talsverðum usla á suðvesturhorninu þótt vindhraðinn væri hvergi nærri eins mikill og á Suðurlandi. Um klukkan fimm í morgun fékk lögreglan í Reykjavík liðsinni frá björgunarsveitum vegna þess fjölda borgarbúa sem beðið hafði um aðstoð. Tíu björgunarsveitarhópar sinntu um tuttugu verkefnum í morgunsárið og höfðu ekki undan að sinna þeim beiðnum sem streymdu inn. Hemja þurfti báta, flotbryggjur og landganga í suðurbugt Reykjavíkurhafnar og ljóst er að töluvert tjón hlaust af. Sveitirnar heftu einnig fok á vinnupöllum á byggingarsvæðunum í Grafarvogi, Grafarholti og í Skuggahverfinu. Algengt var að þakplötur færu af stað, svalahurðir fykju upp og að eigendur fellihýsa bæðu um aðstoð við að hefta þau. Í Grafarvogi fauk strætisvagnaskýli til og vinnuskúr sömuleiðis en ferð hans endaði úti á götu. Þá þurfti að binda niður húsbíl sem var að liðast í sundur í mestu hviðunum. Veður var einnig afar slæmt á tímabili á Kjalarnesi og þangað var björgunarsveit send til að bjarga því að uppsláttur að húsgafli fyki ekki út í veður og vind.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira