Innlent

Fá úrræði fyrir börn

"Mér finnst útlitið ekki bjart," segir Erla Hermannsdóttir, starfsmaður Barnaheilla og móðir tveggja stúlkna á grunnskólaaldri. "Ég hræðist að ef verður af verkfalli kennara þá verði það langt," segir Erla. "Ég ber hag barnanna fyrir brjósti. Það verður erfitt að finna úrræði fyrir stúlkurnar komi til verkfalls kennara," segir Erla. Dætur hennar eru í 2. og 8. bekk og segir Erla takmarkað hversu mikið sé hægt að leggja á eldri dótturina við pössun á þeirri yngri. "Sú yngri fer á frístundaheimili eftir klukkan tvö en það er ekki spennandi að hugsa til tímans frá klukkan átta til tvö á daginn og kannski of mikið til þess ætlast að eldri systkini hafi úthald í svo langan tíma," segir Erla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×