Innlent

Mótmæltu kennaraverkfalli

Fámennur hópur mótmælti því að börnum verði úthýst úr grunnskólum landsins verði af verkfalli kennara. Anna María Proppé, framkvæmdastjóri Heimili og skóla - landssamtaka foreldra, segir börn eiga lagalegan rétt til að ganga í skóla. "Við viljum ýta undir að sveitarfélögin og kennarar semji. Hagsmunir barna okkar eru númer eitt, tvö og þrjú. Það er tvímælalaust verið að brjóta á rétti barnanna. Þau eiga rétt á að vera í skóla og við foreldrar eigum rétt á að þau fái menntun," segir Anna María.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×