Forsendur kjarasamninga að bresta 17. september 2004 00:01 Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Grunnforsenda kjarasamninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Undanfarna mánuði hefur hún verið vel yfir því markmiði og ekkert útlit er fyrir að hún muni lækka. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef ríkisstjórninni takist ekki að koma böndum á verðbólguna á næstunni muni verkalýðsforystan boða fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á fund til að fara yfir stöðuna. "Vissulega er það áhyggjuefni ef hér er að verða viðvarandi verðbólga," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. "Það er ljóst að ef slíkt er að eiga sér stað þá er forsendum kjarasamninganna stefnt í voða. Það eru merki um að þensla sé að aukast." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hin nýju íbúðalán bankanna muni leiða til hækkunar á íbúðaverði og þar með verðbólgu.Þá segir hann einnig ljóst að ef ríkisstjórnin muni lækka skatta á næsta ári muni það skapa enn meiri þrýsting á verðbólguna. Hann segir að þessi mál verði án efa rædd á ársfundum Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandsins nú í haust. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að einkaneyslan eigi enn eftir að aukast og verðbólgudraugurinn að vakna til lífsins. "Það þarf svolítið til að samningum verði sagt upp og byrjað upp á nýtt en ég vil alls ekki útloka það," segir Halldór. "Ég vona náttúrlega að mönnum takist að hafa hemil á verðbólgunni." Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið fylgjast grannt með samningamálum kennara. Ljóst þykir að ef kennarar nái sínum kröfum í gegn muni það hafa áhrif á aðra kjarasamninga frá því síðasta vetur. "Við höfum þungar áhyggjur af þessu," segir Halldór. " En við eigum erfitt með að blanda okkur inn í þetta mál. Þetta eru sjálfstæðir samningsaðilar og ráða hvað þeir gera. Þeirra kröfur eru í samræmi við könnun sem þeir gerðu, en hvort þær eru skynsamlegar eða ekki verða þeir að eiga við sjálfa sig." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Grunnforsenda kjarasamninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Undanfarna mánuði hefur hún verið vel yfir því markmiði og ekkert útlit er fyrir að hún muni lækka. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef ríkisstjórninni takist ekki að koma böndum á verðbólguna á næstunni muni verkalýðsforystan boða fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á fund til að fara yfir stöðuna. "Vissulega er það áhyggjuefni ef hér er að verða viðvarandi verðbólga," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. "Það er ljóst að ef slíkt er að eiga sér stað þá er forsendum kjarasamninganna stefnt í voða. Það eru merki um að þensla sé að aukast." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hin nýju íbúðalán bankanna muni leiða til hækkunar á íbúðaverði og þar með verðbólgu.Þá segir hann einnig ljóst að ef ríkisstjórnin muni lækka skatta á næsta ári muni það skapa enn meiri þrýsting á verðbólguna. Hann segir að þessi mál verði án efa rædd á ársfundum Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandsins nú í haust. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að einkaneyslan eigi enn eftir að aukast og verðbólgudraugurinn að vakna til lífsins. "Það þarf svolítið til að samningum verði sagt upp og byrjað upp á nýtt en ég vil alls ekki útloka það," segir Halldór. "Ég vona náttúrlega að mönnum takist að hafa hemil á verðbólgunni." Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið fylgjast grannt með samningamálum kennara. Ljóst þykir að ef kennarar nái sínum kröfum í gegn muni það hafa áhrif á aðra kjarasamninga frá því síðasta vetur. "Við höfum þungar áhyggjur af þessu," segir Halldór. " En við eigum erfitt með að blanda okkur inn í þetta mál. Þetta eru sjálfstæðir samningsaðilar og ráða hvað þeir gera. Þeirra kröfur eru í samræmi við könnun sem þeir gerðu, en hvort þær eru skynsamlegar eða ekki verða þeir að eiga við sjálfa sig."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira