Viku verkfall hið minnsta 20. september 2004 00:01 Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Verkfallið nær til rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara og raskar námi um það bil 45 þúsund nemenda. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari metur stöðuna í deilunni svo að ekki sé tilefni til að kalla samningamenn aftur til fundar fyrr en klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Útlit er því fyrir að ekkert skólahald verði þessa vikuna í það minnsta. Aðspurður af hverju þetta langa hlé verður á viðræðunum segir ríkissátasemjari að tvær ástæður liggi þar að baki. Annars vegar sú að málsaðilar þurfi tíma til að leggja málum gagnvart fjölmiðlum og þar með gagnvart sínum félgsmönnum, auk þess sem þeir þurfi að fylgja því eftir að verkfallið fari fram eins og ætlast sé til. Hin ástæðan er sú að það mikið ber í milli hjá deiluaðilum að Ásmundur telur líklegra til árangurs að þeir fari yfir málin, hvor fyrir sig, á næstu dögum. Mikið ber í milli krafna kennara og tilboðs sveitarfélaganna og eru deilendur ekki einu sinni á sama máli um hversu mikið ber í milli eða hvernig. Þannig segja samningamenn sveitarfélaga að kröfur kennara hafi hækkað úr nítján prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin í vor upp í 30-35 prósenta kostnaðarauka núna og fari bilið breikkandi ef eitthvað er. Kennarar segja að samninganefndin hafi hafnað tilboði þeirra um samning sem leitt hefði af sér aðeins sextán prósenta kostnaðarauka á þessu skólaári. Samningamenn sveitarfélaga segja aftur á móti að það tilboð hefði í raun þýtt tuttugu og fjögurra prósenta kostnaðarauka en ekki sextán prósenta þannig að á þessu stigi virðast deilendur aðeins vera sammála um það eitt að vera ósammála. En lítum nú á nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur. Einkaskólar starfa nær ótruflaðir þar sem þeir hafa í flestum tilvikum gert sérsamninga við kennara sína. Viðvera fyrir yngri börnin úr fyrsta til fjórða bekk, sem hefst upp úr klukkan eitt á daginn og stendur til fimm, verður með eðlilegum hætti, a.m.k. næstum því alls staðar, því það heyrir til undantekninga að kennarar annist gæslu þar. Hins vegar verða engar skólamáltíðir í hádeginu þótt starfsfólk möguneyta skólanna mæti í verkfallinu þar sem kennarar annast gæslu í mötuneytunum. Heimakennsla eftir skóla fellur niður þar sem hún er í boði því kennarar annast hana. Þá verða flest eða öll skólabókasöfn lokuð þar sem starfsmenn þeirra eru lang flestir í Kennarasambandinu. Nemendur þurfa hins vegar að mæta hjá stundakennurum eins og ekkert hafi í skorist. Það er einkum í efri bekkjum grunnskólans að stundakennarar, sem ekki eru í Kennarasambandinu, hlaupa undir bagga með kennslu í ýmsum valgreinum. Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta í þá tíma, sem geta verið tveir til fjórir tímar í viku, og verða þeir á þeim tímum sem búið var að ákveða áður en til verkfalls kom og má ekki breyta þeirri tímasetningu. Þær félagsmiðstöðvar sem reknar eru í skólum fyrir eldri nemendur verða áfram opnar. Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og annað starfsfólk skólanna sem ekki er kennarar mætir svo í skólana í dag og hefur ekki verið sett verkbann á þá hópa. Skrifstofur skólanna verða því opnar. Skólastjórarnir mega hins vegar ekki ganga í störf kennara á neinu sviði. Hægt er að hlusta á viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjari með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Verkfallið nær til rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara og raskar námi um það bil 45 þúsund nemenda. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari metur stöðuna í deilunni svo að ekki sé tilefni til að kalla samningamenn aftur til fundar fyrr en klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Útlit er því fyrir að ekkert skólahald verði þessa vikuna í það minnsta. Aðspurður af hverju þetta langa hlé verður á viðræðunum segir ríkissátasemjari að tvær ástæður liggi þar að baki. Annars vegar sú að málsaðilar þurfi tíma til að leggja málum gagnvart fjölmiðlum og þar með gagnvart sínum félgsmönnum, auk þess sem þeir þurfi að fylgja því eftir að verkfallið fari fram eins og ætlast sé til. Hin ástæðan er sú að það mikið ber í milli hjá deiluaðilum að Ásmundur telur líklegra til árangurs að þeir fari yfir málin, hvor fyrir sig, á næstu dögum. Mikið ber í milli krafna kennara og tilboðs sveitarfélaganna og eru deilendur ekki einu sinni á sama máli um hversu mikið ber í milli eða hvernig. Þannig segja samningamenn sveitarfélaga að kröfur kennara hafi hækkað úr nítján prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin í vor upp í 30-35 prósenta kostnaðarauka núna og fari bilið breikkandi ef eitthvað er. Kennarar segja að samninganefndin hafi hafnað tilboði þeirra um samning sem leitt hefði af sér aðeins sextán prósenta kostnaðarauka á þessu skólaári. Samningamenn sveitarfélaga segja aftur á móti að það tilboð hefði í raun þýtt tuttugu og fjögurra prósenta kostnaðarauka en ekki sextán prósenta þannig að á þessu stigi virðast deilendur aðeins vera sammála um það eitt að vera ósammála. En lítum nú á nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur. Einkaskólar starfa nær ótruflaðir þar sem þeir hafa í flestum tilvikum gert sérsamninga við kennara sína. Viðvera fyrir yngri börnin úr fyrsta til fjórða bekk, sem hefst upp úr klukkan eitt á daginn og stendur til fimm, verður með eðlilegum hætti, a.m.k. næstum því alls staðar, því það heyrir til undantekninga að kennarar annist gæslu þar. Hins vegar verða engar skólamáltíðir í hádeginu þótt starfsfólk möguneyta skólanna mæti í verkfallinu þar sem kennarar annast gæslu í mötuneytunum. Heimakennsla eftir skóla fellur niður þar sem hún er í boði því kennarar annast hana. Þá verða flest eða öll skólabókasöfn lokuð þar sem starfsmenn þeirra eru lang flestir í Kennarasambandinu. Nemendur þurfa hins vegar að mæta hjá stundakennurum eins og ekkert hafi í skorist. Það er einkum í efri bekkjum grunnskólans að stundakennarar, sem ekki eru í Kennarasambandinu, hlaupa undir bagga með kennslu í ýmsum valgreinum. Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta í þá tíma, sem geta verið tveir til fjórir tímar í viku, og verða þeir á þeim tímum sem búið var að ákveða áður en til verkfalls kom og má ekki breyta þeirri tímasetningu. Þær félagsmiðstöðvar sem reknar eru í skólum fyrir eldri nemendur verða áfram opnar. Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og annað starfsfólk skólanna sem ekki er kennarar mætir svo í skólana í dag og hefur ekki verið sett verkbann á þá hópa. Skrifstofur skólanna verða því opnar. Skólastjórarnir mega hins vegar ekki ganga í störf kennara á neinu sviði. Hægt er að hlusta á viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjari með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira