Innlent

Verkfallsverðir á ferðinni

Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir hafi skipulagt einhverskonar gæslu fyrir börn starfsmanna meðan verkfall grunnskólakennara varir. Verkfallsverðir hafa heimsótt fleiri en tuttugu skóla, stofnanir og fyrirtæki í dag til að kanna hvernig starfsemi það er sem börnunum er boðið upp á. Skipulögð starfsemi á starfstíma kennara er verkfallsbrot að mati Kennarafélagsins. Formaður verkfallsstjórnar félagsins lítur svo á að undir verksvið kennara falli öll starfsemi þar sem fagmenntað fólk vinnur með börnum á skipulegan hátt; fræðslustarfsemi og einnig leikjanámskeið. Komi í ljós að verkfallsverðir telji eitthvað athugavert við starfsemina mun stjórnin ákveða hvort um verkfallsbrot er að ræða og ákveða til hvaða aðgerða verði gripið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×