Ólafur Börkur skilaði séráliti 20. september 2004 00:01 Allir dómarar Hæstaréttar nema einn eru sammála um að lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við réttinn. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti þar sem hann leggur áherslu á afburðaþekkingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar á sviði lögfræði. Umsækjendurnir sjö um stöðu hæstaréttardómara fengu í dag umsögn Hæstaréttar um þá sem sóttu um stöðuna. Þar er farið ítarlega yfir störf umsækjendanna og lagt mat á hverjir standi fremstir að vígi á hverju því sviði sem vegið er í umsögninni. Þessi svið eru: Nám umsækjenda, dómarareynsla, reynsla af lögmannsstörfum, reynsla af lögfræðikennslu á háskólastigi, ritstörf á sviði lögfræði, seta í nefndum á vegum ríkis og stofnana, undirbúningur að lagasetningu, önnur störf á sviði stjórnsýslu og loks stjórnunarstörf. Í niðurlagi umsagnarinnar segir að að virtu öllu framangreindu sé það mat Hæstaréttar að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson standi öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni til að hljóta embætti hæstaréttardómara. Næst þeim kemur Hjördís Björk Hákonardóttir en að baki henni eru ekki forsendur til að gera greinarmun á Allan Vagni Magnússyni, Eggerti Óskarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Hæstiréttur skipar Leó Löve aftast í röð umsækjenda. Að þessari umsögn standa átta af níu dómurum Hæstaréttar. Sá eini sem ekki skrifar upp á hana er Ólafur Börkur Þorvaldsson en hann var sem kunnugt er skipaður dómari í Hæstarétti í fyrra og dró sú skipan dilk á eftir sér, meðal annars vegna frændsemi Ólafs við fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson. Ólafur Börkur segir í séráliti sínu að hann telji hæpið að raða umsækjendum eftir hæfni en þar sem hinir átta hafi tekið þann kost, gerir hann það líka, en með fyrirvara. Hann tilgreinir Jón Steinar Gunnlaugsson sérstaklega í umsögn sinni vegna kunnáttu hans og reynslu og segir hann vera afburðamann á sviði lögfræði. Því sé honum ómögulegt að raða Jóni jafn aftarlega og aðrir dómarar Hæstaréttar gera. Ólafur Börkur telur aðra umsækjendur ákaflega hæfa. Geir Haarde fjármálaráðherra skipar í stöðuna þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti sig vanhæfan í málinu. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Allir dómarar Hæstaréttar nema einn eru sammála um að lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við réttinn. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti þar sem hann leggur áherslu á afburðaþekkingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar á sviði lögfræði. Umsækjendurnir sjö um stöðu hæstaréttardómara fengu í dag umsögn Hæstaréttar um þá sem sóttu um stöðuna. Þar er farið ítarlega yfir störf umsækjendanna og lagt mat á hverjir standi fremstir að vígi á hverju því sviði sem vegið er í umsögninni. Þessi svið eru: Nám umsækjenda, dómarareynsla, reynsla af lögmannsstörfum, reynsla af lögfræðikennslu á háskólastigi, ritstörf á sviði lögfræði, seta í nefndum á vegum ríkis og stofnana, undirbúningur að lagasetningu, önnur störf á sviði stjórnsýslu og loks stjórnunarstörf. Í niðurlagi umsagnarinnar segir að að virtu öllu framangreindu sé það mat Hæstaréttar að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson standi öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni til að hljóta embætti hæstaréttardómara. Næst þeim kemur Hjördís Björk Hákonardóttir en að baki henni eru ekki forsendur til að gera greinarmun á Allan Vagni Magnússyni, Eggerti Óskarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Hæstiréttur skipar Leó Löve aftast í röð umsækjenda. Að þessari umsögn standa átta af níu dómurum Hæstaréttar. Sá eini sem ekki skrifar upp á hana er Ólafur Börkur Þorvaldsson en hann var sem kunnugt er skipaður dómari í Hæstarétti í fyrra og dró sú skipan dilk á eftir sér, meðal annars vegna frændsemi Ólafs við fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson. Ólafur Börkur segir í séráliti sínu að hann telji hæpið að raða umsækjendum eftir hæfni en þar sem hinir átta hafi tekið þann kost, gerir hann það líka, en með fyrirvara. Hann tilgreinir Jón Steinar Gunnlaugsson sérstaklega í umsögn sinni vegna kunnáttu hans og reynslu og segir hann vera afburðamann á sviði lögfræði. Því sé honum ómögulegt að raða Jóni jafn aftarlega og aðrir dómarar Hæstaréttar gera. Ólafur Börkur telur aðra umsækjendur ákaflega hæfa. Geir Haarde fjármálaráðherra skipar í stöðuna þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti sig vanhæfan í málinu.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira