Innlent

Þónokkur dæmi um verkfallsbrot

Trúnaðarmenn grunnskólakennara hafa bent Landsstjórn um verkfallsaðgerðir á þónokkur dæmi um hugsanleg verkfallsbrot í kennaraverkfallinu en verkfallsstjórn metur skipulagt skólastarf á vegum fyrirtækja og stofnana sem brot. Ekki er enn ákveðið hvort gripið verði til einhverra aðgerða til að stöðva slíka starfssemi, að sögn Ólafs Loftssonar í Verkfallsmiðstöðinni í Reykjavík, en sums staðar þar sem boðið var upp á einhverskonar barnagæslu í gær mættu mun færri börn en gert var ráð fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×