Óvíst um afdrif Bigleys 13. október 2005 14:41 Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. Fréttir þess efnis að búið sé að taka Bigley af lífi birtust á íslamskri heimasíðu í nótt en ekki hefur verið unnt að sannreyna þá fullyrðingu. Sama heimasíða hefur að undanförnu farið með fleipur um afdrif annarra gísla í Írak og breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka þessa fullyrðingu trúanlega, að svo komnu máli. Á meðan heldur fjölskylda Bigleys áfram að vinna að lausn hans. Dreifirit var borið út í Bagdad í dag þar sem fólk var hvatt til að hafa samband við fjölskylduna ef það hefði einhverjar upplýsingar um Bigley og tveir háttsettir menn í Múslimaráði Bretlands eru komnir til Íraks til að reyna að vinna að lausn hans. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hefur haldið sig til hlés í þessu máli en komst ekki hjá því að svara spurningum í dag þegar hann mætti á ráðstefnu Verkamannaflokksins. Hann sagði stjórnina hafa verið í sambandi við Bigley-fjölskylduna og segir ótrúlegt hve mikilli stillingu hún hafi haldið síðustu daga. Blair sagði yfirvöld munu halda áfram að gera allt sem þau gætu gert til að leysa Bigley úr haldi. Það er hryðjuverkahópur Abu Musab al-Zarqawi sem rændi Bigley og Bandaríkjamönnunum tveimur sem teknir voru af lífi fyrr í vikunni. Öfgamenn hliðhollir honum eru með borgina Falluja á sínu valdi og í morgun hóf bandaríski herinn enn eina sprengjuárásina á vígi Al-Zarqawis í tilraun til að ná undirtökum í borginni. Læknar á sjúkrahúsi í Falluja segja að að minnsta kosti sjö óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, þar á meðal konur og börn. Myndin er af syni og bræðrum Kens Bigleys. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Sjá meira
Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. Fréttir þess efnis að búið sé að taka Bigley af lífi birtust á íslamskri heimasíðu í nótt en ekki hefur verið unnt að sannreyna þá fullyrðingu. Sama heimasíða hefur að undanförnu farið með fleipur um afdrif annarra gísla í Írak og breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka þessa fullyrðingu trúanlega, að svo komnu máli. Á meðan heldur fjölskylda Bigleys áfram að vinna að lausn hans. Dreifirit var borið út í Bagdad í dag þar sem fólk var hvatt til að hafa samband við fjölskylduna ef það hefði einhverjar upplýsingar um Bigley og tveir háttsettir menn í Múslimaráði Bretlands eru komnir til Íraks til að reyna að vinna að lausn hans. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hefur haldið sig til hlés í þessu máli en komst ekki hjá því að svara spurningum í dag þegar hann mætti á ráðstefnu Verkamannaflokksins. Hann sagði stjórnina hafa verið í sambandi við Bigley-fjölskylduna og segir ótrúlegt hve mikilli stillingu hún hafi haldið síðustu daga. Blair sagði yfirvöld munu halda áfram að gera allt sem þau gætu gert til að leysa Bigley úr haldi. Það er hryðjuverkahópur Abu Musab al-Zarqawi sem rændi Bigley og Bandaríkjamönnunum tveimur sem teknir voru af lífi fyrr í vikunni. Öfgamenn hliðhollir honum eru með borgina Falluja á sínu valdi og í morgun hóf bandaríski herinn enn eina sprengjuárásina á vígi Al-Zarqawis í tilraun til að ná undirtökum í borginni. Læknar á sjúkrahúsi í Falluja segja að að minnsta kosti sjö óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, þar á meðal konur og börn. Myndin er af syni og bræðrum Kens Bigleys.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Sjá meira