Höfnun beiðnanna óskiljanleg 26. september 2004 00:01 Skólastjóri Safamýrarskóla, sérskóla fyrir fyrir börn með alvarlega fjölfötlun, segir óskiljanlegt að fulltrúi kennara í undanþágunefnd skuli hafa hafnað beiðni um undanþágu til kennslu. Ekki síst í ljósi þess að fulltrúinn er sérkennari og starfar í Safamýrarskóla. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir formanni Félags grunnskólakennara, Finnboga Sigurðssyni, að þekking fulltrúa kennara í undanþágunefnd á aðstæðum fatlaðra sé grundvöllur höfnunar á undanþágubeiðnum fyrir fatlaða nemendur. Vísar Finnbogi til áralangrar starfsreynslu fulltrúans, Þórörnu Jónasdóttur, við Safamýrarskóla, sérskóla á grunnskólastigi fyrir nemendur með alvarlega fjölfötlun. Erla Gunnarsdóttur, skólastjóri Safamýrarskóla er afar ósátt við ummælin. Henni þykir afar miður að forysta Kennarasambandins noti nafn skólans til þess að réttlæta niðurstöðu fulltrúa sambandsins í undanþágunefnd. Eins og áður segir er fulltrúi kennara í undanþágunefnd, sem hafnaði beiðni skólastjóara Safamýraskóla, sérkennari og starfar í skólanum. Rök hennar eru að ekki skapist neyðarástand í jóla-, páska- og sumarleyfum. Skólastjórinn hefur nú áfrýjað úrskurðinum og segir neyðarástand vera á skapast á heimilum margra nemenda. Slíkt gerist um leið og rof verði á skólastarfinu og því sé boðið upp á heilsdagsvistun fyrir börnin í öllum fríum. Athygli vekur að tvær konur sem starfa í sama skóla og með sömu börnunum skuli komast að svo ólíkri niðustöðu. Erla segir sér nánast óskiljanlegt að fulltrúi kennara í undanþágunefnd skuli komast að þessari niðurstöðu því allt mæli gegn því að þessi niðurstaða fáist í málinu. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Skólastjóri Safamýrarskóla, sérskóla fyrir fyrir börn með alvarlega fjölfötlun, segir óskiljanlegt að fulltrúi kennara í undanþágunefnd skuli hafa hafnað beiðni um undanþágu til kennslu. Ekki síst í ljósi þess að fulltrúinn er sérkennari og starfar í Safamýrarskóla. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir formanni Félags grunnskólakennara, Finnboga Sigurðssyni, að þekking fulltrúa kennara í undanþágunefnd á aðstæðum fatlaðra sé grundvöllur höfnunar á undanþágubeiðnum fyrir fatlaða nemendur. Vísar Finnbogi til áralangrar starfsreynslu fulltrúans, Þórörnu Jónasdóttur, við Safamýrarskóla, sérskóla á grunnskólastigi fyrir nemendur með alvarlega fjölfötlun. Erla Gunnarsdóttur, skólastjóri Safamýrarskóla er afar ósátt við ummælin. Henni þykir afar miður að forysta Kennarasambandins noti nafn skólans til þess að réttlæta niðurstöðu fulltrúa sambandsins í undanþágunefnd. Eins og áður segir er fulltrúi kennara í undanþágunefnd, sem hafnaði beiðni skólastjóara Safamýraskóla, sérkennari og starfar í skólanum. Rök hennar eru að ekki skapist neyðarástand í jóla-, páska- og sumarleyfum. Skólastjórinn hefur nú áfrýjað úrskurðinum og segir neyðarástand vera á skapast á heimilum margra nemenda. Slíkt gerist um leið og rof verði á skólastarfinu og því sé boðið upp á heilsdagsvistun fyrir börnin í öllum fríum. Athygli vekur að tvær konur sem starfa í sama skóla og með sömu börnunum skuli komast að svo ólíkri niðustöðu. Erla segir sér nánast óskiljanlegt að fulltrúi kennara í undanþágunefnd skuli komast að þessari niðurstöðu því allt mæli gegn því að þessi niðurstaða fáist í málinu.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira