Innlent

Fá börn í dagvistun

Fá börn í Hornafirði sækja í Hafnarskóla eftir klukkan tvö á daginn þó starfsemi dagvistunarinnar sé í fullum gangi. Um 400 börn sitja heima vegna verkfalls kennara. Hins vegar mæta húsverðir, skólaliðar, stuðningsfulltrúar, skrifstofufólk, starfsfólk mötuneyta og stjólastjórnendur, samtals 28 manns, nú sem áður. Samkvæmt Samfélagsvef Hornafjarðar reynir starfsfólkið að finna sér verkefni sem ekki teljast í verkahring kennara. Tiltekt og þrif sé þar helst á dagskrá og segja gárungar skólann ekki hafa verið eins hreinn síðan í síðasta kennaraverkfalli árið 1995.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×