Samfylking vill rannsókn á Símanum 27. september 2004 00:01 Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. Þá fer þingflokkurinn fram á að mat verði lagt á arðsemi fjárfestingarinnar í Skjá einum, hvaða áhrif kaupin hafi á verðmat Símans við einkavæðingu hans og hvort kaupin standist lög um hlutafélög og samkeppnislög. Einnig fer hann fram á svör við því hversu mikið Síminn hafi fjárfest í breiðbandinu síðastliðin fimm ár og hvaða tekjur hafi verið af rekstri þess. Ennfremur er beðið upplýsingar um fjárfestingar, hagnað og skattgreiðslur Símans undanfarin fimm ár og áætlanir um rekstrarafkomu næstu 5 ára. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segist óska eftir því að niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggi fyrir sem allra fyrst svo hægt verði að taka hana fljótlega til umræðu á Alþingi. ,,Áður höfum við reynt að leggja fram fyrirspurnir á þingi um málefni Símans en höfum ekki fengið viðunandi svör. Þess vegna förum við þessa leið núna." Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og sem á sæti í forsætisnefnd Alþingis, segist vænta þess að nefndin taki ekki afstöðu til beiðninnar, enda sé það ekki vaninn. Ríkisendurskoðun beri svo að taka mið af óskum sem þessum. Hún hafi hins vegar sjálfdæmi um með hvaða hætti hún geri slíkar úttektir. ,,Ég get ekki séð að neitt í þessari beiðni varði samkeppnisþætti Símans og því vænti ég þess að ríkisendurskoðun hefji þetta verk og skili því fljótt og vel." Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. Þá fer þingflokkurinn fram á að mat verði lagt á arðsemi fjárfestingarinnar í Skjá einum, hvaða áhrif kaupin hafi á verðmat Símans við einkavæðingu hans og hvort kaupin standist lög um hlutafélög og samkeppnislög. Einnig fer hann fram á svör við því hversu mikið Síminn hafi fjárfest í breiðbandinu síðastliðin fimm ár og hvaða tekjur hafi verið af rekstri þess. Ennfremur er beðið upplýsingar um fjárfestingar, hagnað og skattgreiðslur Símans undanfarin fimm ár og áætlanir um rekstrarafkomu næstu 5 ára. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segist óska eftir því að niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggi fyrir sem allra fyrst svo hægt verði að taka hana fljótlega til umræðu á Alþingi. ,,Áður höfum við reynt að leggja fram fyrirspurnir á þingi um málefni Símans en höfum ekki fengið viðunandi svör. Þess vegna förum við þessa leið núna." Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og sem á sæti í forsætisnefnd Alþingis, segist vænta þess að nefndin taki ekki afstöðu til beiðninnar, enda sé það ekki vaninn. Ríkisendurskoðun beri svo að taka mið af óskum sem þessum. Hún hafi hins vegar sjálfdæmi um með hvaða hætti hún geri slíkar úttektir. ,,Ég get ekki séð að neitt í þessari beiðni varði samkeppnisþætti Símans og því vænti ég þess að ríkisendurskoðun hefji þetta verk og skili því fljótt og vel."
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira