Ákærður fyrir sex líkamsárásir 28. september 2004 00:01 Hálfþrítugur þekktur ofbeldismaður í Hafnarfirði tók sér frest til að tjá sig um sex líkamsárásir og vopnalagabrot sem hann er ákærður fyrir þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ákæra á hendur manninum, fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði síðasta dag ágústmánaðar, er í undirbúningi. Búist er við að geðrannsókn á manninum verði lokið um miðjan næsta mánuð. Maðurinn er ákærður fyrir sex líkamsárásir og þar af eina sérstaklega hættulega þegar hann sló mann með bjórflösku í andlitið þannig að flaskan brotnaði. Strax á eftir lét hann þrjú hnefahögg fylgja í andlit mannsins. Árásin var framin í janúar fyrir framan veitingastaðinn A. Hansen. Hann er einnig sakaður um að hafa sama kvöld barið þrjá menn með hnefanum í andlitið. Þá er hann ákærður fyrir að slá mann nokkur högg í andlitið í október í fyrra og hafa rifbrotið annan mann sem hann barði í kviðinn í janúar. Einnig er hann ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleit heima hjá manninum fannst haglabyssa undir baðkerinu. Hann hefur ekki skotvopnaleyfi. Fyrir ári var maðurinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að maðurinn er margbúinn að brjóta skilorð. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október vegna axarárásarinnar en hann gekk rakleiðis að fórnarlambinu og sló það nokkrum sinnum í höfuðið. Öxin slóst auk þess í annan mann sem stóð fyrir aftan árásarmanninn þegar hann reiddi til höggs. Hann flúði staðinn eftir árásina en var handtekinn skömmu síðar heima hjá sér. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Hálfþrítugur þekktur ofbeldismaður í Hafnarfirði tók sér frest til að tjá sig um sex líkamsárásir og vopnalagabrot sem hann er ákærður fyrir þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ákæra á hendur manninum, fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði síðasta dag ágústmánaðar, er í undirbúningi. Búist er við að geðrannsókn á manninum verði lokið um miðjan næsta mánuð. Maðurinn er ákærður fyrir sex líkamsárásir og þar af eina sérstaklega hættulega þegar hann sló mann með bjórflösku í andlitið þannig að flaskan brotnaði. Strax á eftir lét hann þrjú hnefahögg fylgja í andlit mannsins. Árásin var framin í janúar fyrir framan veitingastaðinn A. Hansen. Hann er einnig sakaður um að hafa sama kvöld barið þrjá menn með hnefanum í andlitið. Þá er hann ákærður fyrir að slá mann nokkur högg í andlitið í október í fyrra og hafa rifbrotið annan mann sem hann barði í kviðinn í janúar. Einnig er hann ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleit heima hjá manninum fannst haglabyssa undir baðkerinu. Hann hefur ekki skotvopnaleyfi. Fyrir ári var maðurinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að maðurinn er margbúinn að brjóta skilorð. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október vegna axarárásarinnar en hann gekk rakleiðis að fórnarlambinu og sló það nokkrum sinnum í höfuðið. Öxin slóst auk þess í annan mann sem stóð fyrir aftan árásarmanninn þegar hann reiddi til höggs. Hann flúði staðinn eftir árásina en var handtekinn skömmu síðar heima hjá sér.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent