Stjórnmálasamband við þrjú smáríki 29. september 2004 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur á síðustu dögum undirritað yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands fyrir Íslands hönd við þrjú ríki: Gíneu-Bissá, Míkrónesíu og Vanúatú. Geir hefur setið 59. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York undanfarna daga í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Það voru utanríkisráðherrar þessara þriggja ríkja sem undirrituðu samkomulagið í viðurvist sendinefnda landanna á allsherjarþinginu. Öll þessi ríki reiða sig á fiskveiðar sem mikilvæga atvinnugrein og eiga á alþjóðavettvangi samleið með Íslandi varðandi gæslu hagsmuna í málefnum hafsins að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gínea-Bissá liggur á vesturströnd Afríku og er um það bil þriðjungur af stærð Íslands. Íbúar landsins eru 1,4 milljónir talsins. Landið liggur milli Senegal og Gíneu og var portúgölsk nýlenda uns það hlaut sjálfstæði árið 1974. Gínea-Bissá er eitt af tíu snauðustu ríkjum heims. Landsmenn lifa að mestu af kotbúskap og fiskveiðum. Meðaltekjur á mann eru jafnvirði 200 íslenskra króna á dag. Stjórnarfar hefur lengi verið óstöðugt í landinu og borgarastyrjöld ríkt og efnahagsþróun verið ein sú lakasta af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Hlutfall barnadauða er hátt, ólæsi er almennt, þjóðartekjur lágar og meðalævi skömm, innan við 47 ár. Míkrónesía er eyjaklasi (Karólínueyjar) í norðanverðu Kyrrahafi, aðeins 700 ferkílómetrar að stærð og íbúar liðlega 100 þúsund. Míkrónesar tilheyra níu mismunandi þjóðflokkum. Þeir eru kristinnar trúar, um það bil helmingur kaþólskir en aðrir af mótmælendasið. Míkrónesía var gæsluríki Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra til ársins 1979 er landið hlaut sjálfstæði. Þar ríkir lýðræði og stöðugleiki, ólæsi nær óþekkt, meðalævi nokkuð löng en efnahagslíf byggir á óstöðugum grunni. Flestir lifa af landbúnaði eða fiskveiðum en landið er snautt af öðrum hráefnum. Efnahagur þess er verulega háður aðstoð, einkum frá Bandaríkjunum. Vanúatú hlaut sjálfstæði og varð lýðveldi árið 1980. Það samanstendur af 80 eyjum sem áður hétu Nýju-Hebrídeyjar og tilheyrðu áður Bretlandi og Frakklandi. Búið er á 65 þessara eyja. Íbúafjöldi er liðlega 200 þúsund. Tveir þriðju íbúa Vanúatú lifa af kotbúskap en fiskveiðar, ferðaþjónusta og erlend bankaþjónusta eru vaxandi gjaldeyrislind. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur á síðustu dögum undirritað yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands fyrir Íslands hönd við þrjú ríki: Gíneu-Bissá, Míkrónesíu og Vanúatú. Geir hefur setið 59. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York undanfarna daga í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Það voru utanríkisráðherrar þessara þriggja ríkja sem undirrituðu samkomulagið í viðurvist sendinefnda landanna á allsherjarþinginu. Öll þessi ríki reiða sig á fiskveiðar sem mikilvæga atvinnugrein og eiga á alþjóðavettvangi samleið með Íslandi varðandi gæslu hagsmuna í málefnum hafsins að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gínea-Bissá liggur á vesturströnd Afríku og er um það bil þriðjungur af stærð Íslands. Íbúar landsins eru 1,4 milljónir talsins. Landið liggur milli Senegal og Gíneu og var portúgölsk nýlenda uns það hlaut sjálfstæði árið 1974. Gínea-Bissá er eitt af tíu snauðustu ríkjum heims. Landsmenn lifa að mestu af kotbúskap og fiskveiðum. Meðaltekjur á mann eru jafnvirði 200 íslenskra króna á dag. Stjórnarfar hefur lengi verið óstöðugt í landinu og borgarastyrjöld ríkt og efnahagsþróun verið ein sú lakasta af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Hlutfall barnadauða er hátt, ólæsi er almennt, þjóðartekjur lágar og meðalævi skömm, innan við 47 ár. Míkrónesía er eyjaklasi (Karólínueyjar) í norðanverðu Kyrrahafi, aðeins 700 ferkílómetrar að stærð og íbúar liðlega 100 þúsund. Míkrónesar tilheyra níu mismunandi þjóðflokkum. Þeir eru kristinnar trúar, um það bil helmingur kaþólskir en aðrir af mótmælendasið. Míkrónesía var gæsluríki Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra til ársins 1979 er landið hlaut sjálfstæði. Þar ríkir lýðræði og stöðugleiki, ólæsi nær óþekkt, meðalævi nokkuð löng en efnahagslíf byggir á óstöðugum grunni. Flestir lifa af landbúnaði eða fiskveiðum en landið er snautt af öðrum hráefnum. Efnahagur þess er verulega háður aðstoð, einkum frá Bandaríkjunum. Vanúatú hlaut sjálfstæði og varð lýðveldi árið 1980. Það samanstendur af 80 eyjum sem áður hétu Nýju-Hebrídeyjar og tilheyrðu áður Bretlandi og Frakklandi. Búið er á 65 þessara eyja. Íbúafjöldi er liðlega 200 þúsund. Tveir þriðju íbúa Vanúatú lifa af kotbúskap en fiskveiðar, ferðaþjónusta og erlend bankaþjónusta eru vaxandi gjaldeyrislind.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira