Brauðgerðarborð frá Frakklandi 29. september 2004 00:01 Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. "Svona borð fyrirfinnast aðeins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvernig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauðið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súrdeigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu." Ólöf og maður hennar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari fengu borðið í Suður-Frakklandi. "Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturnir, er frá því 1890 en trogið slitnaði meira og var oftar endurnýjað svo það er yngra." Hvernig notar Ólöf svo brauðgerðarborðið fágæta? "Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í." Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu húsgögn yfir hafið og heim? "Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að flytja húsgögnin heim. En nú ætlum við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðunum," segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og er alsæl með að vera komin heim. Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. "Svona borð fyrirfinnast aðeins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvernig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauðið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súrdeigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu." Ólöf og maður hennar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari fengu borðið í Suður-Frakklandi. "Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturnir, er frá því 1890 en trogið slitnaði meira og var oftar endurnýjað svo það er yngra." Hvernig notar Ólöf svo brauðgerðarborðið fágæta? "Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í." Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu húsgögn yfir hafið og heim? "Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að flytja húsgögnin heim. En nú ætlum við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðunum," segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og er alsæl með að vera komin heim.
Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira