Skemmdarvargarnir ófundnir
Lögreglan á Höfn í Hornafirði hefur enn ekki haft upp á skemmdarvarginum eða -vörgunum sem fóru hamförum um Byggðasafn Austur-Skaftfellinga um síðustu helgi. Hún segist vera að vinna úr vísbendingum sem borist hafa og kortleggja ferðir einstakra manna. Þrátt fyrir það segir hún engan ákveðinn enn liggja undir grun. Lögreglan segist ekki hafa fengið margar áreiðanlegar vísbendingar og að enginn hafi formlega verið yfirheyrður.