Viðskipti innlent

Íslandsbanki með 90%

Íslandsbanki hefur fengið samþykki yfir nítíu prósenta hluthafa í norska bankanum Kredittbanken. Þetta þýðir að innlausnarskylda hefur myndast og aðrir hluthafar þurfa að ganga að yfirtökutilboði Íslandsbanka. "Þetta er mikilvægur áfangi og kaupferlið gengur samkvæmt áætlun," segir Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka. Nú þarf aðeins að bíða niðurstöðu fjármálayfirvalda í Noregi og á Íslandi áður en kaup Íslandsbanka á norska bankanum ganga endanlega í gegn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×