Næsland frumsýnd í kvöld 30. september 2004 00:01 Næsland, kvikmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Friðrik segir það forréttindi að hafa fengið að vinna með frábærum leikurum að gerð myndarinnar. Kostnaður við hana er á þriðja hundrað milljóna króna. Kvikmyndafélagið Zik Zak er framleiðandi myndarinnar Næsland. Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik Þór leikstýrir kvikmynd fyrir annan framleiðanda. Margir þekktir leikarar, bæði innlendir og erlendir, leika í myndinni, meðal annars Gary Lewis sem lék í Billy Elliot og Martin Comston sem lék í myndinni Sweet Sixteen. Næsland er hugljúf ástarsaga með heimspekilegu ívafi, að sögn leikstjórans. Guðrún María Bjarnadóttir, sem fer með hlutverk Chloe, kærustu Jedd sem Compston leikur, segir þetta vera þroskasögu Jedds og fjalla um leit hans að ástinni og lífinu. Hún segir samstarfið við leikarana hafa gengið mjög vel. Friðrik Þór segir það ljúft að frumsýna Næsland og lofar áhorfendum að þeir geti búist við góðri skemmtun. Hann segir vinnuna við myndina hafa gengið vel og að það séu forréttindi að vinna með svona góðum leikurum, sem hann hafi reyndar alltaf gert því hann velji þá ávallt sjálfur. Friðrik segir leikarana hafa tekið mikinn þátt í að móta persónurnar sínar og það sé alltaf gaman að vinna með leikurum sem geri það; bæti við í stað þess að taka einungis við leiðbeiningum. Og hann er bjartsýnn á að Næsland verði vel tekið hér á landi. Menning Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Næsland, kvikmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Friðrik segir það forréttindi að hafa fengið að vinna með frábærum leikurum að gerð myndarinnar. Kostnaður við hana er á þriðja hundrað milljóna króna. Kvikmyndafélagið Zik Zak er framleiðandi myndarinnar Næsland. Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið en þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik Þór leikstýrir kvikmynd fyrir annan framleiðanda. Margir þekktir leikarar, bæði innlendir og erlendir, leika í myndinni, meðal annars Gary Lewis sem lék í Billy Elliot og Martin Comston sem lék í myndinni Sweet Sixteen. Næsland er hugljúf ástarsaga með heimspekilegu ívafi, að sögn leikstjórans. Guðrún María Bjarnadóttir, sem fer með hlutverk Chloe, kærustu Jedd sem Compston leikur, segir þetta vera þroskasögu Jedds og fjalla um leit hans að ástinni og lífinu. Hún segir samstarfið við leikarana hafa gengið mjög vel. Friðrik Þór segir það ljúft að frumsýna Næsland og lofar áhorfendum að þeir geti búist við góðri skemmtun. Hann segir vinnuna við myndina hafa gengið vel og að það séu forréttindi að vinna með svona góðum leikurum, sem hann hafi reyndar alltaf gert því hann velji þá ávallt sjálfur. Friðrik segir leikarana hafa tekið mikinn þátt í að móta persónurnar sínar og það sé alltaf gaman að vinna með leikurum sem geri það; bæti við í stað þess að taka einungis við leiðbeiningum. Og hann er bjartsýnn á að Næsland verði vel tekið hér á landi.
Menning Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira