Ráðist gegn uppreisnarmönnum 1. október 2004 00:01 Fjölmennar og velvopnaðar bandarískar og íraskar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni Samarra og felldu að minnsta kosti hundrað uppreisnarmenn sagði Qasin Dowoud, öryggismálaráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Að sögn Dowoud voru íraskar hersveitir og sveitir þjóðvarðliða sendar inn í miðborg Samarra ásamt 3.000 manna bandarísku herliði til að ná borginni allri á sitt vald, alls er þetta um 5.000 manna herlið. Fyrsta markmið herfararinnar var að setja upp vörð í kringum stjórnarbyggingar og lögreglustöðvar. Uppreisnarmenn, sem eru öflugir í borginni, svöruðu framsókn hermanna með því að skjóta að þeim úr léttum sprengjuvörpum og hríðskotarifflum. Að sögn íraskra og bandarískra yfirvalda fór lítið fyrir baráttu uppreisnarmanna eftir tólf tíma bardaga. Þá voru þeir sagðir hafa einangrast á ákveðnum svæðum í borginni. "Við vinnum að því að hreinsa borgina af hryðjuverkamönnum," sagði Dowoud sem lýsti Samarra sem útlagaborg sem hefði verið orðin stjórnlaus. Hann sagði 37 uppreisnarmenn hafa verið handtekna og að sumir þeirra hefðu áður barist fyrir stjórn Saddams Husseins. Læknir á sjúkrahúsinu í Samarra sagði að í það minnsta áttatíu lík og yfir hundrað særðir einstaklingar hefðu verið fluttir á sjúkrahúsið. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hversu margir þeirra væru uppreisnarmenn. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin útvarpaði í gær upptöku sem er sögð eftir Ayman al-Zawahri, helsta samstarfsmann Osama bin Ladens, eru íslömsk ungmenni hvött til að berjast gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. "Þið, æska Íslams, þetta eru skilaboð til ykkar. Ef við deyjum eða erum hnepptir í fangelsi skuluð þið feta í okkar fótspor. Ekki bregðast guði og spámanni hans, ekki bregðast traustinu sem ykkur hefur verið sýnt. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira
Fjölmennar og velvopnaðar bandarískar og íraskar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni Samarra og felldu að minnsta kosti hundrað uppreisnarmenn sagði Qasin Dowoud, öryggismálaráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Að sögn Dowoud voru íraskar hersveitir og sveitir þjóðvarðliða sendar inn í miðborg Samarra ásamt 3.000 manna bandarísku herliði til að ná borginni allri á sitt vald, alls er þetta um 5.000 manna herlið. Fyrsta markmið herfararinnar var að setja upp vörð í kringum stjórnarbyggingar og lögreglustöðvar. Uppreisnarmenn, sem eru öflugir í borginni, svöruðu framsókn hermanna með því að skjóta að þeim úr léttum sprengjuvörpum og hríðskotarifflum. Að sögn íraskra og bandarískra yfirvalda fór lítið fyrir baráttu uppreisnarmanna eftir tólf tíma bardaga. Þá voru þeir sagðir hafa einangrast á ákveðnum svæðum í borginni. "Við vinnum að því að hreinsa borgina af hryðjuverkamönnum," sagði Dowoud sem lýsti Samarra sem útlagaborg sem hefði verið orðin stjórnlaus. Hann sagði 37 uppreisnarmenn hafa verið handtekna og að sumir þeirra hefðu áður barist fyrir stjórn Saddams Husseins. Læknir á sjúkrahúsinu í Samarra sagði að í það minnsta áttatíu lík og yfir hundrað særðir einstaklingar hefðu verið fluttir á sjúkrahúsið. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hversu margir þeirra væru uppreisnarmenn. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin útvarpaði í gær upptöku sem er sögð eftir Ayman al-Zawahri, helsta samstarfsmann Osama bin Ladens, eru íslömsk ungmenni hvött til að berjast gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. "Þið, æska Íslams, þetta eru skilaboð til ykkar. Ef við deyjum eða erum hnepptir í fangelsi skuluð þið feta í okkar fótspor. Ekki bregðast guði og spámanni hans, ekki bregðast traustinu sem ykkur hefur verið sýnt.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira