Innlent

Mótmæla skipun í Hæstarétt

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands telur að jafnréttislög hafi verið brotin þegar Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í embætti hæstaréttardómara. "Enn einu sinni er óhjákvæmilegt að mótmæla skipun dómara í Hæstarétt Íslands," segir í tilkynningu félagsins og bent á að af níu dómurum Hæstaréttar séu bara tvær konur. "Það er löngu orðið tímabært að menn í ríkisstjórn svo sem annars staðar í þjóðfélaginu geri sér grein fyrir að jafnrétti verður ekki náð nema með því að skipa konur í störf sem losna á þeim stöðum sem karlar eru í meirihluta," segir í tilkynningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×