Gallað bóluefni ekki notað
Bóluefnið Fluvirin er ekki notað hér á landi, að því er fram kemur hjá Landlæknisembættinu. Umrætt bóluefni hefur verið innkallað af markaði vegna ófullnægjandi aðstæðna í framleiðslu. Samkvæmt upplýsingum Lyfjastofnunar er það ekki á markaði hér fyrir árið 2004. Engin ástæða er því til að hafa áhyggjur af þeim inflúensubóluefnum sem eru í notkun á Íslandi í haust, að því er landlæknisembættið segir.