Þrískipting valdsins Jakob Frímann Magnússon skrifar 8. október 2004 00:01 Þrískipting valdsins - Jakob Frímann Magnússon Umræðan um hæstarétt hefur að undanförnu snúist um einn mann, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem nú hefur verið skipaður hæstaréttardómari af félögum sínum úr Flokknum. Jón Steinar er skemmtilegur maður og skal hér óskað velfarnaðar í starfi sínu. Umræðan um hæstarétt gæti framvegis snúist um annan mann, hinn eina sem enn gegnir starfi hæstaréttardómara án þess að hafa verið skipaður af Flokknum. Þegar því hefur verið kippt í liðinn, liggur beinast við að hefja gagngera endurskoðun á stjórnarskránni, fyrst og fremst þó með afnámi 26. greinarinnar sem færir forseta íslenska lýðveldisins vald til að synja lögum staðfestingar. Slík fyrirstaða er með öllu óþolandi eins og hæstvirtur forseti alþingis benti svo smekklega á í setningarræðu sl. föstudag. Franski stjórnspekingurinn Montesque var að líkindum ekki með réttu ráði er hann hélt því fram fyrir löngu, að til tryggingar lýðræðinu þyrfti valdið óhjákvæmilega að finna fyrir aðhaldi frá öðru valdi. Og þar sem stjórnarskráin verður á annað borð tekin til löngu tímabærrar endurskoðunar, færi best á því að færa 2. grein hennar sömuleiðis nær raunveruleikanum. Þar er að finna gamaldags fyrirmæli á borð við það sem Montesque boðaði, sumsé að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald beri að aðgreina. Þrískipting valdsins er alger tímaskekkja á Íslandi, reyndar álíka sýnileg og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Framkvæmdavaldið, þ.e. ráðherrar stjórnarráðsins, eru auðvitað beintengdur og óaðskiljanlegur hluti löggjafarvaldsins, alþingis. Öllu stýrt af sama Flokknum, sama Flokki og tilnefnt hefur, með einni undantekningu, alla dómara þriðja valdsins, dómsvaldsins, sem við nefnum hæstarétt Íslands. Þessar lagfæringar á stjórnarskránni verða vafalítið til þess fallnar, að mati Flokksins, að færa okkur nær heilbrigðara og nútímalegra lýðræðissamfélagi, þar sem gulltryggt er að Réttu mennirnir hafa vit fyrir villuráfandi sauðum annars flokks Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þrískipting valdsins - Jakob Frímann Magnússon Umræðan um hæstarétt hefur að undanförnu snúist um einn mann, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem nú hefur verið skipaður hæstaréttardómari af félögum sínum úr Flokknum. Jón Steinar er skemmtilegur maður og skal hér óskað velfarnaðar í starfi sínu. Umræðan um hæstarétt gæti framvegis snúist um annan mann, hinn eina sem enn gegnir starfi hæstaréttardómara án þess að hafa verið skipaður af Flokknum. Þegar því hefur verið kippt í liðinn, liggur beinast við að hefja gagngera endurskoðun á stjórnarskránni, fyrst og fremst þó með afnámi 26. greinarinnar sem færir forseta íslenska lýðveldisins vald til að synja lögum staðfestingar. Slík fyrirstaða er með öllu óþolandi eins og hæstvirtur forseti alþingis benti svo smekklega á í setningarræðu sl. föstudag. Franski stjórnspekingurinn Montesque var að líkindum ekki með réttu ráði er hann hélt því fram fyrir löngu, að til tryggingar lýðræðinu þyrfti valdið óhjákvæmilega að finna fyrir aðhaldi frá öðru valdi. Og þar sem stjórnarskráin verður á annað borð tekin til löngu tímabærrar endurskoðunar, færi best á því að færa 2. grein hennar sömuleiðis nær raunveruleikanum. Þar er að finna gamaldags fyrirmæli á borð við það sem Montesque boðaði, sumsé að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald beri að aðgreina. Þrískipting valdsins er alger tímaskekkja á Íslandi, reyndar álíka sýnileg og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Framkvæmdavaldið, þ.e. ráðherrar stjórnarráðsins, eru auðvitað beintengdur og óaðskiljanlegur hluti löggjafarvaldsins, alþingis. Öllu stýrt af sama Flokknum, sama Flokki og tilnefnt hefur, með einni undantekningu, alla dómara þriðja valdsins, dómsvaldsins, sem við nefnum hæstarétt Íslands. Þessar lagfæringar á stjórnarskránni verða vafalítið til þess fallnar, að mati Flokksins, að færa okkur nær heilbrigðara og nútímalegra lýðræðissamfélagi, þar sem gulltryggt er að Réttu mennirnir hafa vit fyrir villuráfandi sauðum annars flokks Íslendinga.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun