Innlent

Engin ákvörðun en samt á fjárlögum

Fjárveiting til starfrækslu flugvallarins í Kabúl miðar við að Íslendingar reki hann allt næsta ár, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin þar að lútandi. "Íslenska friðargæslan hefur skuldbundið sig til að vera þar til 1. júní 2005 en endanleg ákvörðun um framhald liggur enn ekki fyrir," segir Þorbjörn Jónsson sendiráðunautur. Gert er ráð fyrir 330 milljóna króna kostnaði við verkefnið á næsta ári, að því gefnu að það haldi áfram allt árið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×