Innlent

Sjöundi maðurinn handtekinn

Sjöundi maðurinn var handtekinn í gær vegna rannsóknar á umfangsmiklu smygli á kókaíni, amfetamíni og LSD með Dettifossi. Tveimur hefur verið sleppt úr haldi. Allir þeir sem lögregla hefur handtekið vegna málsins eru Íslendingar. Tveir þeirra voru handsamaðir í Hollandi og þar af var einn þeirra framseldur til Íslands. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rennur út eftir tæpar tvær vikur en ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort krafist verður framsals yfir hinum. Sá maður hefur áður verið framseldur hingað til lands frá Hollandi, þá í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar. Tveimur af þeim sex öðrum sem voru handteknir vegna málsins hefur verið sleppt. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir einum sem situr inni rann út í gær og var framlengdur í sex vikur til viðbótar. Hans þáttur í málinu er talinn mjög alvarlegur. Maðurinn sem var handtekinn í gær, grunaður um aðild að smyglinu, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. október. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík segir rannsóknina enn í fullum gangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×