Styðja leikhúsin kynlífsdýrkun? 15. október 2004 00:01 Ofbeldi, nekt, afbrigðilegt kynlíf og blóðugar uppákomur setja vissulega svip sinn á leikhúsið þessa dagana. Þjóðleikhúsið frumsýndi í haust nýtt verk, Svarta mjólk, eftir ungan rússneskan leikritahöfund, sem fjallar um ungt par, hún ólétt, hann ofbeldishneigður, einkum gagnvart henni. Borgarleikhúsið frumsýndi í haust Geitina, sem fjallar um mann sem verður ástfanginn af geit og heldur uppi hugljúfum ræðum um geitaríðingar sínar. Nemendaleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare og í uppfærslunni er gengið svo langt í að strippa leikaraefnin að gagnrýnandi Fréttablaðsins sér ástæðu til þess að finna að því. Íslenska óperan frumsýndi, einnig um síðustu helgi, Sweeney Todd, söngleik utan um fjöldamorðingja, þar sem menn eru skornir á háls "í beinni," eins og sagt er. Blóðið flæðir. Ef mig misminnir ekki þóttu svona bein nektar- og ofbeldis-"show" ekki lengi vel góð latína í leikhúsi. Reglan var sú að þessir þættir ættu heima utan sviðs og í ímyndunarafli áhorfandans. Einnig hefur gott leikverk þótt einkennast af því að ekki sé allt sagt á sviðinu, heldur sé undirtextinn stöðugt hljómandi í eyrum áhorfandans. Árið 1981 sýndi Þjóðleikhúsið Dans á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem endar á því að einn leikarinn stendur eftir á besefanum í lokaatriðinu. Olli það misjöfnum viðbrögðum, því þótt það sé hlutverk leikhússins að endurspegla raunveruleikann er spurning hvaða veruleika. Þurfum við endilega að sjá raunveruleg kynfæri á leiksviði? Á þeim tíma sem hefur liðið síðan hefur mörkum leikhússins smám saman verið þrýst lengra og lengra í raunveruleikaopinberuninni. Í Rósum og rakvélarblöðum eftir Benóný Ægisson, sem sýnt var á Óháðu listahátíðinni 1993, var áhorfendum boðið upp á "allt að því" samfarir á sviðinu. Hvað veldur? Þegar forsprakkar leikhúsa og leikhópa hafa verið krafðir svara kemur oftar en ekki fram að leikhúsið sé í samkeppni við kvikmyndaiðnaðinn, sjónvarpið og aðra afþreyingu, það sé bara að setja upp það sem fólkið vill sjá, það sem selur. En það er iðnaður. Leikhúsið er listastofnun. Á það ekki að vera markmið mannsins og listarinnar að betrumbæta sig og þroska? Hvaða raunveruleika er leikhúsið að endurspegla? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu skornir á háls, tuttugu per klukkustund? Er það íslenskur raunveruleiki að fólk sé alltaf að fara úr fötunum og veifa kynfærunum framan í gesti og gangandi? Er það íslenskur raunveruleiki að menn ræði frjálslega um ást sína á dýrum og samfarir við þau? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu að beita aðra ofbeldi fyrir opnum tjöldum - og enginn segi eða geri neitt? Hver segir að þetta sé það sem fólkið vill sjá? Er leikhúsið að þvinga upp á okkur raunveruleika sem við könnumst ekkert við? Ef við viljum sjá ofbeldi og nekt getum við bara farið í bíó eða horft á sjónvarpið. Ef leikhúsið er að reyna að koma til móts við lægri hvatir mannsins og gera allt "í beinni" er það á rangri leið hvað listræn sjónarmið varðar. Það er engin ástæða fyrir leikhúsið að elta kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Kvikmyndirnar og sjónvarpið eiga að elta leikhúsið. Leikhúsið á ekki að vera iðnfyrirtæki, heldur listastofnun sem setur fordæmi. Frá því að Þjóðleikhúsið sýndi fyrsta typpið á sviði árið 1981 hafa mörkin færst stöðugt lengra frá því að leyfa áhorfandanum að nota ímyndunaraflið að það er bara sorglegt. Nekt á sviði hefur verið endurtekin svo oft að hún er orðin leiðinleg. Ég get alveg tekið undir orð Valgeirs Skagfjörð, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, þegar hann vitnar í Shakespeare í umsögn um Nemendaleikhúsið og segir: "meira að segja í fellibyl tilfinninganna verður að temja sér þá stillingu sem fágar". Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi, nekt, afbrigðilegt kynlíf og blóðugar uppákomur setja vissulega svip sinn á leikhúsið þessa dagana. Þjóðleikhúsið frumsýndi í haust nýtt verk, Svarta mjólk, eftir ungan rússneskan leikritahöfund, sem fjallar um ungt par, hún ólétt, hann ofbeldishneigður, einkum gagnvart henni. Borgarleikhúsið frumsýndi í haust Geitina, sem fjallar um mann sem verður ástfanginn af geit og heldur uppi hugljúfum ræðum um geitaríðingar sínar. Nemendaleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare og í uppfærslunni er gengið svo langt í að strippa leikaraefnin að gagnrýnandi Fréttablaðsins sér ástæðu til þess að finna að því. Íslenska óperan frumsýndi, einnig um síðustu helgi, Sweeney Todd, söngleik utan um fjöldamorðingja, þar sem menn eru skornir á háls "í beinni," eins og sagt er. Blóðið flæðir. Ef mig misminnir ekki þóttu svona bein nektar- og ofbeldis-"show" ekki lengi vel góð latína í leikhúsi. Reglan var sú að þessir þættir ættu heima utan sviðs og í ímyndunarafli áhorfandans. Einnig hefur gott leikverk þótt einkennast af því að ekki sé allt sagt á sviðinu, heldur sé undirtextinn stöðugt hljómandi í eyrum áhorfandans. Árið 1981 sýndi Þjóðleikhúsið Dans á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem endar á því að einn leikarinn stendur eftir á besefanum í lokaatriðinu. Olli það misjöfnum viðbrögðum, því þótt það sé hlutverk leikhússins að endurspegla raunveruleikann er spurning hvaða veruleika. Þurfum við endilega að sjá raunveruleg kynfæri á leiksviði? Á þeim tíma sem hefur liðið síðan hefur mörkum leikhússins smám saman verið þrýst lengra og lengra í raunveruleikaopinberuninni. Í Rósum og rakvélarblöðum eftir Benóný Ægisson, sem sýnt var á Óháðu listahátíðinni 1993, var áhorfendum boðið upp á "allt að því" samfarir á sviðinu. Hvað veldur? Þegar forsprakkar leikhúsa og leikhópa hafa verið krafðir svara kemur oftar en ekki fram að leikhúsið sé í samkeppni við kvikmyndaiðnaðinn, sjónvarpið og aðra afþreyingu, það sé bara að setja upp það sem fólkið vill sjá, það sem selur. En það er iðnaður. Leikhúsið er listastofnun. Á það ekki að vera markmið mannsins og listarinnar að betrumbæta sig og þroska? Hvaða raunveruleika er leikhúsið að endurspegla? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu skornir á háls, tuttugu per klukkustund? Er það íslenskur raunveruleiki að fólk sé alltaf að fara úr fötunum og veifa kynfærunum framan í gesti og gangandi? Er það íslenskur raunveruleiki að menn ræði frjálslega um ást sína á dýrum og samfarir við þau? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu að beita aðra ofbeldi fyrir opnum tjöldum - og enginn segi eða geri neitt? Hver segir að þetta sé það sem fólkið vill sjá? Er leikhúsið að þvinga upp á okkur raunveruleika sem við könnumst ekkert við? Ef við viljum sjá ofbeldi og nekt getum við bara farið í bíó eða horft á sjónvarpið. Ef leikhúsið er að reyna að koma til móts við lægri hvatir mannsins og gera allt "í beinni" er það á rangri leið hvað listræn sjónarmið varðar. Það er engin ástæða fyrir leikhúsið að elta kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Kvikmyndirnar og sjónvarpið eiga að elta leikhúsið. Leikhúsið á ekki að vera iðnfyrirtæki, heldur listastofnun sem setur fordæmi. Frá því að Þjóðleikhúsið sýndi fyrsta typpið á sviði árið 1981 hafa mörkin færst stöðugt lengra frá því að leyfa áhorfandanum að nota ímyndunaraflið að það er bara sorglegt. Nekt á sviði hefur verið endurtekin svo oft að hún er orðin leiðinleg. Ég get alveg tekið undir orð Valgeirs Skagfjörð, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, þegar hann vitnar í Shakespeare í umsögn um Nemendaleikhúsið og segir: "meira að segja í fellibyl tilfinninganna verður að temja sér þá stillingu sem fágar". Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar