Forsetaembættið 18. október 2004 00:01 Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir hann að markmiðið með frumvarpinu sé meðal annars að gera stjórnarskrána skýrari því hún sé "um margt torræð lesning og alls ekki auðskilin". Pétur bendir á að ákvæði í stjórnarskránni er varða hlutverk forseta Íslands séu "ekki auðskilin venjulegu fólki og er það miður að stjórnarskráin sem á að vernda borgarana sé ekki skýrari". Almenningur les ekki lög Spyrja má: er rétt að ganga svo langt að leggja niður forsetaembættið í því skyni að auðvelda "venjulegu fólki" skilning á stjórnarskránni? Ef tilgangurinn með því að leggja niður forsetaembættið er sá að "vernda borgarana", væri ekki nær að efla starfsemi umboðsmanns Alþingis, til að mynda, en eitt helsta hlutverk hans er að gæta hagsmuna almennings gagnvart stjórnvaldinu? Þó svo að stjórnarskráin yrði gerð aðgengilegri og einfaldari er alls ekki þar með sagt að hagsmunir almennings séu tryggðir. Það kemur ávallt í hlut tiltekins hagsmunagæsluaðila að gæta þess að ekki sé brotið á rétti almennings, og sá hefur yfirleitt sérþekkingu á stjórnarskránni og því er ekki nauðsynlegt að einfalda hana og skýra af þeim orsökum. Sjálfsagt að taka af tvímæli Það dylst engum, sem fylgst hefur með þjóðfélagsumræðunni undanfarið síðasta hálfa árið, að mikill styrr hefur staðið um ákvæði í stjórnarskránni er varða synjunarvald forseta. Tekist hafa á tvær fylkingar sem báðar virðast þó sammála um nauðsyn þess að löggjafarvaldi sé veitt aðhald. Upp hafa komið hugmyndir um að innleiða í stjórnarskrána ákvæði er heimila almenningi að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Væri því ekki nær að taka af öll tvímæli er varða hina títtnefndu 26. grein stjórnarskrárinnar og deilurnar hafa staðið um? Er virkilega þörf á að leggja niður forsetaembættið í því skyni að skýra ákvæði stjórnarskrárinnar? Forseti Alþingis taki við flestum skyldum Pétur Blöndal bendir á það, í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi, "að embættið er þýðingarmest í þeim tilgangi að sækja vinaríki heim, taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sækja mannamót þegar mikið liggur við". Pétur leggur til að forseti Alþingis taki við skyldum þjóðhöfðingja og aðrar skyldur forseta verði uppfylltar af forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar."Við það mundu sparast miklir fjármunir sem væru betur komnir annars staðar og þær eru í fullu samræmi við íslenskt þjóðfélag sem byggist á miklu jafnrétti fólks og er að mestu laust við stéttskiptingu og prjál," segir Pétur. Hugsjónir forseta aðar en þingmanna Eitt er athugavert við þessa annars góðu hugmynd. Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, gerir það með það fyrir augum að stærsti hluti starfsins verði að sinna opinberum heimsóknum, klippa á borða, heilsa almenningi. Honum er ekki ætlað að taka þátt í pólitískri umræðu eða starfi. Sá sem hins vegar býður sig fram til Alþingis gerir það af þeim sökum að sá hinn sami hefur væntingar til þess að geta lagt sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið, hann eða hún hefur ákveðnar stjórnmálaskoðanir og markmið og fyrirætlanir í samræmi við það. Það væri því ansi súrt í broti fyrir þann sem eitt helsta markmið í starfi væri að láta af sér leiða í stjórnmálaumræðunni, að þurfa að eyða mestum hluta tíma síns í að klippa á borða víðs vegar um land og brosa framan í myndavélar við hlið erlendra þjóðhöfðingja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir -sda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sigríður Dögg Auðunsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir hann að markmiðið með frumvarpinu sé meðal annars að gera stjórnarskrána skýrari því hún sé "um margt torræð lesning og alls ekki auðskilin". Pétur bendir á að ákvæði í stjórnarskránni er varða hlutverk forseta Íslands séu "ekki auðskilin venjulegu fólki og er það miður að stjórnarskráin sem á að vernda borgarana sé ekki skýrari". Almenningur les ekki lög Spyrja má: er rétt að ganga svo langt að leggja niður forsetaembættið í því skyni að auðvelda "venjulegu fólki" skilning á stjórnarskránni? Ef tilgangurinn með því að leggja niður forsetaembættið er sá að "vernda borgarana", væri ekki nær að efla starfsemi umboðsmanns Alþingis, til að mynda, en eitt helsta hlutverk hans er að gæta hagsmuna almennings gagnvart stjórnvaldinu? Þó svo að stjórnarskráin yrði gerð aðgengilegri og einfaldari er alls ekki þar með sagt að hagsmunir almennings séu tryggðir. Það kemur ávallt í hlut tiltekins hagsmunagæsluaðila að gæta þess að ekki sé brotið á rétti almennings, og sá hefur yfirleitt sérþekkingu á stjórnarskránni og því er ekki nauðsynlegt að einfalda hana og skýra af þeim orsökum. Sjálfsagt að taka af tvímæli Það dylst engum, sem fylgst hefur með þjóðfélagsumræðunni undanfarið síðasta hálfa árið, að mikill styrr hefur staðið um ákvæði í stjórnarskránni er varða synjunarvald forseta. Tekist hafa á tvær fylkingar sem báðar virðast þó sammála um nauðsyn þess að löggjafarvaldi sé veitt aðhald. Upp hafa komið hugmyndir um að innleiða í stjórnarskrána ákvæði er heimila almenningi að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Væri því ekki nær að taka af öll tvímæli er varða hina títtnefndu 26. grein stjórnarskrárinnar og deilurnar hafa staðið um? Er virkilega þörf á að leggja niður forsetaembættið í því skyni að skýra ákvæði stjórnarskrárinnar? Forseti Alþingis taki við flestum skyldum Pétur Blöndal bendir á það, í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi, "að embættið er þýðingarmest í þeim tilgangi að sækja vinaríki heim, taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sækja mannamót þegar mikið liggur við". Pétur leggur til að forseti Alþingis taki við skyldum þjóðhöfðingja og aðrar skyldur forseta verði uppfylltar af forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar."Við það mundu sparast miklir fjármunir sem væru betur komnir annars staðar og þær eru í fullu samræmi við íslenskt þjóðfélag sem byggist á miklu jafnrétti fólks og er að mestu laust við stéttskiptingu og prjál," segir Pétur. Hugsjónir forseta aðar en þingmanna Eitt er athugavert við þessa annars góðu hugmynd. Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, gerir það með það fyrir augum að stærsti hluti starfsins verði að sinna opinberum heimsóknum, klippa á borða, heilsa almenningi. Honum er ekki ætlað að taka þátt í pólitískri umræðu eða starfi. Sá sem hins vegar býður sig fram til Alþingis gerir það af þeim sökum að sá hinn sami hefur væntingar til þess að geta lagt sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið, hann eða hún hefur ákveðnar stjórnmálaskoðanir og markmið og fyrirætlanir í samræmi við það. Það væri því ansi súrt í broti fyrir þann sem eitt helsta markmið í starfi væri að láta af sér leiða í stjórnmálaumræðunni, að þurfa að eyða mestum hluta tíma síns í að klippa á borða víðs vegar um land og brosa framan í myndavélar við hlið erlendra þjóðhöfðingja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir -sda@frettabladid.is
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar