Innlent

600 kindur drápust í eldi

Um það bil sex hundruð lömb og kindur drápust þegar stórt fjárhús og hlaða brunnu til kaldra kola að bænum Knerri í Breiðuvík á sunnanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi og nótt. Ábúendur kölluðu á aðstoð slökkviliðs laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi og héldu slökkvilið Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar á vettvang. Þá logaði mikill eldur í öllum útihúsum og hafði heimilisfólkinu ekki tekist að bjarga fénu út í tæka tíð. Aðstæður til slökkvistarfs voru afleitar vegna veðurhams sem jafnframt magnaði upp eldinn og þeytti járnplötum alveg niður á þjóðveg. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum við að slökkva glæður í heyrúllum. Stöðugur vindur var 27 metrar á sekúndu og fór upp í 46 í hviðum. Svo vel vildi til að neistaflugið stóð að mestu af íbúðarhúsinu og tókst að verja það. Engan sakaði við slökkvistarfið í nótt og ekkert er vitað um eldsupptök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×