Innlent

Umfangsmiklar rannsóknir

Þótt rannsóknir ÍE á lyfinu DG031 hafi aðeins staðið yfir í tæpt ár þá má segja að öll saga fyrirtækisins hafi miðað að þessum áfanga. Erfitt er að meta fjölda þess starfsfólks sem hefur komið að verkinu en víst er að það teygir anga sína víða. Erfðafræðirannsókna- og lyfjaþróunardeildir ÍE hafa borið hitann og þungann af vinnunni en starfsfólk á sviði tölfræði, aðgerðagreiningar, tölvumála og jafnvel ættfræði hafa einnig komið að málum. Þá er ótalinn þáttur starfsfólks Landspítala-háskólasjúkrahúss svo og sjúklinganna 172 sem tóku þátt í tilraununum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×