Erlent

Fékk ekki að heita @

Kínverskur maður hefur fengið synjun frá kínverskum stjórnvöldum vegna beiðnar um að láta son sinn heita @. Maðurinn hélt því fram að táknið sem notað er í öllum tölvupósti og fyrirfinnst á öllum lyklaborðum sé svo algengt að það væri gjaldgengt sem mannsnafn. En lögreglan, sem fer með nafnaskráningu í Zhengzhou í Henan-umdæmi, var ekki á sama máli. Þeim rökum var reyndar beitt að samkvæmt lögum yrði að vera hægt að þýða öll nöfn yfir á kínversku. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sagði frá þessu óvenjulega máli og bætti við að hugsanlega væri hér komin hugmynd fyrir norska foreldra því @ væri unnt að þýða á norsku, en þar er táknið kallað „krullualfa“.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×