Írakar skamma Sameinuðu þjóðirnar
![](https://www.visir.is/i/B390AF4C9C69956CDDA47738A058BA6CFFF5D3B06E62F9B2DE1C6FAC7BF4184E_713x0.jpg)
Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Allt starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Írak var flutt frá landinu eftir mannskæða árás á höfuðstöðvar þeirra í Bagdad fyrir ári. Síðan þá hafa Sameinuðu þjóðirnar sent fámennara starfslið til landsins en Kofi Annan, aðalritari samtakanna, segir að fjölmennara starfslið verði ekki sent á vettvang fyrr en öryggi starfsmanna verði tryggt.