Byssumaður sagður hættulaus 22. október 2004 00:01 Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Þrír fangaflutningamenn komu með manninn og tveir lögreglumenn aðstoðuðu við gæslu hans við þingfestingu málanna gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn játar að hluta vopnaða ránið í Hringbrautarapótek í byrjun september síðastliðinn. Hann játar að hafa komið í apótekið með hulið andlit og vopnaður gasskammbyssu. Hann segist þó ekki kannast við að hafa miðað byssunni að starfsstúlku í apótekinu, hótað henni lífláti fengi hann ekki afhent lyfið ritalin. Hann viðurkennir að hafa hótað lyfsalanum lífláti fengi hann ekki lyfið. Átök hófist á milli lyfsalans og piltsins þannig að eitt skot hljóp úr byssunni. Einnig játar pilturinn að hafa neytt lyfsalann, með því að miða á hann byssunni, til að afhenda sér sextán pakkningar af ritalini. Í ákærunni segir að hann hafi haldið byssunni að höfði lyfsalans og hótað honum lífláti. Í annari ákæru er pilturinn sakaður um að hafa lagt haglabyssu að andliti manns og hótað að skjóta hann þegar maðurinn bað um aðstoð lögreglu í síma, í heimahúsi í vesturbænum. Pilturinn kannast við að hafa verið með haglabyssuna en segist ekki hafa beint henni að andliti mannsins. Í sömu ákæru er maðurinn sakaður um að hafa hótað afgreiðslumanni á bensínstöð og otað að honum hnífi. Pilturinn játar að hafa verið með hníf en segist ekki hafa otað honum að neinum, hann hafi bara verið að fikta með hann. Fyrir vopnaburðinn er pilturinn ákærður fyrir vopnalagabrot. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn seint á mánudagskvöld eftir að hann réðst á starfsmann veitingastaðar í bænum. Tók hann starfsmanninn meðal annars hálstaki. Pilturinn hafði strokið úr fangelsinu við Skólavörðustíg fyrr um daginn en hann vildi ekki fara á Litla-Hraun þangað sem átti að flytja hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Þrír fangaflutningamenn komu með manninn og tveir lögreglumenn aðstoðuðu við gæslu hans við þingfestingu málanna gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn játar að hluta vopnaða ránið í Hringbrautarapótek í byrjun september síðastliðinn. Hann játar að hafa komið í apótekið með hulið andlit og vopnaður gasskammbyssu. Hann segist þó ekki kannast við að hafa miðað byssunni að starfsstúlku í apótekinu, hótað henni lífláti fengi hann ekki afhent lyfið ritalin. Hann viðurkennir að hafa hótað lyfsalanum lífláti fengi hann ekki lyfið. Átök hófist á milli lyfsalans og piltsins þannig að eitt skot hljóp úr byssunni. Einnig játar pilturinn að hafa neytt lyfsalann, með því að miða á hann byssunni, til að afhenda sér sextán pakkningar af ritalini. Í ákærunni segir að hann hafi haldið byssunni að höfði lyfsalans og hótað honum lífláti. Í annari ákæru er pilturinn sakaður um að hafa lagt haglabyssu að andliti manns og hótað að skjóta hann þegar maðurinn bað um aðstoð lögreglu í síma, í heimahúsi í vesturbænum. Pilturinn kannast við að hafa verið með haglabyssuna en segist ekki hafa beint henni að andliti mannsins. Í sömu ákæru er maðurinn sakaður um að hafa hótað afgreiðslumanni á bensínstöð og otað að honum hnífi. Pilturinn játar að hafa verið með hníf en segist ekki hafa otað honum að neinum, hann hafi bara verið að fikta með hann. Fyrir vopnaburðinn er pilturinn ákærður fyrir vopnalagabrot. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn seint á mánudagskvöld eftir að hann réðst á starfsmann veitingastaðar í bænum. Tók hann starfsmanninn meðal annars hálstaki. Pilturinn hafði strokið úr fangelsinu við Skólavörðustíg fyrr um daginn en hann vildi ekki fara á Litla-Hraun þangað sem átti að flytja hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira